Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 12. júlí 2020 19:51
Magnús Þór Jónsson
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn kláruðu leik sinn við Gróttuna á Seltjarnarnesi með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútunum.  Þjálfari þeirra var að sjálfsögðu sáttur með það!

"Við komum grimmir inn í þennan leik.  Við vildum stýra og stjórna leiknum og náum að skora snemma.  Sköpum okkur svo fín færi til að skora enn fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.  Þar náum við yfirhöndinni og í seinni hálfleik sigldum við þessu þokkalega heim".

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Strákarnir sem eru frammi eru fljótir og teknískir og við erum búnir að sýna það að við getum opnað hvaða lið sem er í þessari deild.  Ég er líka virkilega ánægður með það að við héldum hreinu því það er líka ánægjuefni".

Skaginn lyfti sér með sigrinum upp í 2.sætið í dag, eru menn að stilla markmiðin á toppbaráttuna.

"Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en þá þurfum við að spila okkar leik bæði varnar- og sóknarlega.  Við erum að reyna að spila hærra á vellinum og pressa og það er að ganga ágætlega hjá okkur."

Í leikmannahópi ÍA er nú mikið af ungum uppöldum strákum.

"Það koma ungir strákar inn í byrjunarliðið í dag og nýta tækifærið sitt virkilega vel.  Það eru ungir strákar á bekknum og breiddin okkar byggir á þessu, það er stefnan okkar og við ætlum að fylgja henni eftir".

Nánar er rætt við Jóa Kalla í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner
banner
banner