Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 12. júlí 2020 19:51
Magnús Þór Jónsson
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn kláruðu leik sinn við Gróttuna á Seltjarnarnesi með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútunum.  Þjálfari þeirra var að sjálfsögðu sáttur með það!

"Við komum grimmir inn í þennan leik.  Við vildum stýra og stjórna leiknum og náum að skora snemma.  Sköpum okkur svo fín færi til að skora enn fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.  Þar náum við yfirhöndinni og í seinni hálfleik sigldum við þessu þokkalega heim".

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Strákarnir sem eru frammi eru fljótir og teknískir og við erum búnir að sýna það að við getum opnað hvaða lið sem er í þessari deild.  Ég er líka virkilega ánægður með það að við héldum hreinu því það er líka ánægjuefni".

Skaginn lyfti sér með sigrinum upp í 2.sætið í dag, eru menn að stilla markmiðin á toppbaráttuna.

"Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en þá þurfum við að spila okkar leik bæði varnar- og sóknarlega.  Við erum að reyna að spila hærra á vellinum og pressa og það er að ganga ágætlega hjá okkur."

Í leikmannahópi ÍA er nú mikið af ungum uppöldum strákum.

"Það koma ungir strákar inn í byrjunarliðið í dag og nýta tækifærið sitt virkilega vel.  Það eru ungir strákar á bekknum og breiddin okkar byggir á þessu, það er stefnan okkar og við ætlum að fylgja henni eftir".

Nánar er rætt við Jóa Kalla í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner