Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   sun 12. júlí 2020 19:51
Magnús Þór Jónsson
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn kláruðu leik sinn við Gróttuna á Seltjarnarnesi með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútunum.  Þjálfari þeirra var að sjálfsögðu sáttur með það!

"Við komum grimmir inn í þennan leik.  Við vildum stýra og stjórna leiknum og náum að skora snemma.  Sköpum okkur svo fín færi til að skora enn fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.  Þar náum við yfirhöndinni og í seinni hálfleik sigldum við þessu þokkalega heim".

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Strákarnir sem eru frammi eru fljótir og teknískir og við erum búnir að sýna það að við getum opnað hvaða lið sem er í þessari deild.  Ég er líka virkilega ánægður með það að við héldum hreinu því það er líka ánægjuefni".

Skaginn lyfti sér með sigrinum upp í 2.sætið í dag, eru menn að stilla markmiðin á toppbaráttuna.

"Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en þá þurfum við að spila okkar leik bæði varnar- og sóknarlega.  Við erum að reyna að spila hærra á vellinum og pressa og það er að ganga ágætlega hjá okkur."

Í leikmannahópi ÍA er nú mikið af ungum uppöldum strákum.

"Það koma ungir strákar inn í byrjunarliðið í dag og nýta tækifærið sitt virkilega vel.  Það eru ungir strákar á bekknum og breiddin okkar byggir á þessu, það er stefnan okkar og við ætlum að fylgja henni eftir".

Nánar er rætt við Jóa Kalla í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir