Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 12. júlí 2020 19:17
Sverrir Örn Einarsson
Palli: Ef þú vilt heppnina með þér þarftu að vinna fyrir henni
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason
Páll Viðar Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við hömruðum á þetta allann seinni hálfleik en náum bara að skora eitt mark og það er ekki nóg. Við fengum á okkur að mínu viti tvö mjög ódýr mörk og vorum ekki nógu klókir í boxinu okkar og einbeittir“
Sagði brúnaþungur Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs um leik sinna manna eftir 1-2 tap gegn Keflvaík þar sem Þórsarar léku manni fleiri í klukkustund og tveimur fleiri síðustu tíu mínútur leiksins.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Þór

Það má alveg draga þá ályktun að Þórsurum líki illa að vera manni fleiri en þeir töpuðu gegn Vestra í síðustu umferð þrátt fyrir að vera manni fleiri í rúman hálftíma. Um þetta sagði Páll.

„Já það er hægt að reikna það út en það er nú oft talað um það að ef þú vilt fá heppnina með þér þá þarftu að vinna fyrir henni og kannski erum við ekki búnir að vinnu nógu mikið fyrir því að vera heppnir en klárt að það eru vonbrigði að fá ekkert út úr þessum tveimur leikjum.“

Fannar Daði Malmquist Gíslason og Orri Sigurjónsson voru ekki í leikmannahópi Þórs í dag. Eru þeir meiddir og verða þeir lengi frá?

„Já en við eigum að spila á laugardaginn næsta og ég reikna með að fá annaðhvorn þeirra eða báða inn á æfingar seinni part þessarar viku og þá tökum við stöðuna hvort þeir verði klárir í hasarinn á Þórsvelli þá.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner