Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fös 12. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Eru þetta ekki sætustu sigrarnir, 1-0? Er það ekki?" sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sætan sigur gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er bara um 16 ár en samt var þetta erfitt verkefni fyrir FH-inga.

„Augnablik er með ungt lið en þar eru flottar fótboltastelpur. Ólíkt mörgum liðum sem við höfum verið að mæta undanfarið þá vilja þær spila og spila í gegnum okkur. Þær eru vel drillaðar og með flotta þjálfara. Hrós á þetta unga lið."

FH var í athyglisverðu kerfi í fyrri hálfleik, það mætti lýsa því sem 3-1-6. „Pælingin var bara að koma boltanum inn. Stelpurnar vilja fara hátt upp völlinn og það er allt í lagi á meðan andstæðingurinn liggur þétt til baka. Það getur líka verið hættulegt.," sagði Guðni en FH breytti í fjögurra manna varnarlínu í seinni hálfleik og kom þá aðeins meira jafnvægi á liðið.

FH hefur að undanförnu verið án tveggja erlendra leikmanna sem spiluðu með liðinu fyrri hluta sumars. Það eru þær Coleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri. Guðni var spurður út í það.

„Þá þyrftum við að vera með ansi langt viðtal. Í stuttu máli snýst þetta um pappírsvinnu. Þetta er pappírsvinnsluvesen og liggur í kerfinu. Svo ég vitna í Little Britain: 'Computer says no'. Þetta er ekki bara súrt fyrir FH, þetta er líka súrt fyrir leikmennina sjálfa. Þetta er galið finnst mér," sagði Guðni en báðir leikmenn fengu leikheimild frá KSÍ en svo fengu þær ekki leyfi frá útlendingastofnun til að vera hér - af einhverri ástæðu.

Hægt er að hlusta á umræðu um málið í nýjasta þætti Heimavallarins hér fyrir neðan.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni. FH er á toppnum og er útlitið gott. „Næsti leikur er á fimmtudag og við hugsum ekkert lengra en það," sagði Guðni en hann hvetur alla FH-inga að skella sér á völlinn og styðja við bakið á toppliðinu.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir