Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fös 12. ágúst 2022 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðni vitnaði í Little Britain: 'Computer says no'
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Guðni Eiríksson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
FH er á toppnum í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Eru þetta ekki sætustu sigrarnir, 1-0? Er það ekki?" sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir sætan sigur gegn Augnabliki í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Augnablik

Meðalaldurinn í liði Augnabliks er bara um 16 ár en samt var þetta erfitt verkefni fyrir FH-inga.

„Augnablik er með ungt lið en þar eru flottar fótboltastelpur. Ólíkt mörgum liðum sem við höfum verið að mæta undanfarið þá vilja þær spila og spila í gegnum okkur. Þær eru vel drillaðar og með flotta þjálfara. Hrós á þetta unga lið."

FH var í athyglisverðu kerfi í fyrri hálfleik, það mætti lýsa því sem 3-1-6. „Pælingin var bara að koma boltanum inn. Stelpurnar vilja fara hátt upp völlinn og það er allt í lagi á meðan andstæðingurinn liggur þétt til baka. Það getur líka verið hættulegt.," sagði Guðni en FH breytti í fjögurra manna varnarlínu í seinni hálfleik og kom þá aðeins meira jafnvægi á liðið.

FH hefur að undanförnu verið án tveggja erlendra leikmanna sem spiluðu með liðinu fyrri hluta sumars. Það eru þær Coleen Kennedy og Shaina Faiena Ashouri. Guðni var spurður út í það.

„Þá þyrftum við að vera með ansi langt viðtal. Í stuttu máli snýst þetta um pappírsvinnu. Þetta er pappírsvinnsluvesen og liggur í kerfinu. Svo ég vitna í Little Britain: 'Computer says no'. Þetta er ekki bara súrt fyrir FH, þetta er líka súrt fyrir leikmennina sjálfa. Þetta er galið finnst mér," sagði Guðni en báðir leikmenn fengu leikheimild frá KSÍ en svo fengu þær ekki leyfi frá útlendingastofnun til að vera hér - af einhverri ástæðu.

Hægt er að hlusta á umræðu um málið í nýjasta þætti Heimavallarins hér fyrir neðan.

Hér fyrir ofan má sjá viðtalið við Guðna í heild sinni. FH er á toppnum og er útlitið gott. „Næsti leikur er á fimmtudag og við hugsum ekkert lengra en það," sagði Guðni en hann hvetur alla FH-inga að skella sér á völlinn og styðja við bakið á toppliðinu.

„Þessar stelpur sýna fyrir hvað FH stendur; það er hjarta, sál, það er verið að leggja sig fram og þær eru að ná árangri. Þetta eru stelpur sem eru að gefa hjarta og sál í þetta. Ef það er ekki FH, þá veit ég ekki hvað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner