Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   þri 12. nóvember 2024 17:47
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum í landsleik.
Willum í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net fyrir utan La Finca hótelið á Spáni í dag en hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að búa sig undir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Í viðtalinu ræðir Willum um komandi landsleiki og fleira en hann hefur verið að gera virkilega góða hluti með Birmingham í ensku C-deildinni. Hann er hæstánægður með skrefið að fara til Birmingham.

„Það er mjög næs, ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og líður bara vel þar," segir Willum. Hvernig er deildin, League One?

„Þetta er kannski ekki gæðamesta deildin en hún er alls ekki auðveld. Mörg lið sem spila 5-3-2. Þetta er mikil harka og liðin eiga það til að leggja rútuna, spila löngum fram og treysta á föst leikatriði. Þetta er erfitt og krefjandi en að sama skapi mjög skemmtilegt."

Stórstjörnur voru mættar
Birmingham er stórt félag sem á svo sannarlega ekki að vera svona neðarlega og Willum segir það augljóst.

„Maður fann það um leið og maður kom inn að þetta er klúbbur sem á alls ekki að vera í þessari deild, þetta er félag með flottan leikvang og flott æfingasvæði. Hann á alls ekki að vera þarna."

Fleiri augu beinast að þessari deild en oftast áður enda Birmingham og Hollywood-liðið Wrexham í henni.

   17.09.2024 10:30
Stórstjörnur mættu á C-deildarleikinn


„Það er mjög gaman, við spiluðum náttúrulega við Wrexham um daginn og stórstjörnur voru mættar á leikinn. Hann var á Sky og gerði þetta enn skemmtilegra."

Einn besti leikmaður deildarinnar
Willum var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í deildinni í október og hefur hreinlega verið einn besti leikmaður deildarinnar.

„Ég er búinn að koma að tólf mörkum nú þegar og er mjög sáttur með mitt framlag og frammistöðu hingað til. Ég er að njóta þess að spila. Við reynum að halda mikið í boltann og skapa fleiri færi en andstæðingurinn. Ég held að við séum hæstir í possession á Englandi, með Premier league meðtalinni. Það kannski segir eitthvað. Það er okkar fótbolti," segir Willum.

Þegar samfélagsmiðlar eru skoðaðir sést strax að Willum er kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum liðsins. Finnur hann fyrir ástinni frá stuðningsmönnunum?

„Já ég geri það. Ég er ekki mikið að lesa kommentin á netinu en þegar maður rekst á þá niðri í bæ eða fyrir utan völlinn tek ég eftir því. Það fylgir því þegar vel gengur. Það væri kannski öðruvísi ef það gengi illa. Ég fann það strax þegar ég kom þangað að þetta var hárrétt skref fyrir mig."

   31.10.2024 13:30
Vill að Willum fái eilífðarsamning eftir frábæra byrjun

Athugasemdir
banner