Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 12. nóvember 2024 17:47
Elvar Geir Magnússon
Spáni
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum í landsleik.
Willum í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net fyrir utan La Finca hótelið á Spáni í dag en hann er í íslenska landsliðshópnum sem er að búa sig undir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni.

Í viðtalinu ræðir Willum um komandi landsleiki og fleira en hann hefur verið að gera virkilega góða hluti með Birmingham í ensku C-deildinni. Hann er hæstánægður með skrefið að fara til Birmingham.

„Það er mjög næs, ég er búinn að koma mér mjög vel fyrir og líður bara vel þar," segir Willum. Hvernig er deildin, League One?

„Þetta er kannski ekki gæðamesta deildin en hún er alls ekki auðveld. Mörg lið sem spila 5-3-2. Þetta er mikil harka og liðin eiga það til að leggja rútuna, spila löngum fram og treysta á föst leikatriði. Þetta er erfitt og krefjandi en að sama skapi mjög skemmtilegt."

Stórstjörnur voru mættar
Birmingham er stórt félag sem á svo sannarlega ekki að vera svona neðarlega og Willum segir það augljóst.

„Maður fann það um leið og maður kom inn að þetta er klúbbur sem á alls ekki að vera í þessari deild, þetta er félag með flottan leikvang og flott æfingasvæði. Hann á alls ekki að vera þarna."

Fleiri augu beinast að þessari deild en oftast áður enda Birmingham og Hollywood-liðið Wrexham í henni.

   17.09.2024 10:30
Stórstjörnur mættu á C-deildarleikinn


„Það er mjög gaman, við spiluðum náttúrulega við Wrexham um daginn og stórstjörnur voru mættar á leikinn. Hann var á Sky og gerði þetta enn skemmtilegra."

Einn besti leikmaður deildarinnar
Willum var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins í deildinni í október og hefur hreinlega verið einn besti leikmaður deildarinnar.

„Ég er búinn að koma að tólf mörkum nú þegar og er mjög sáttur með mitt framlag og frammistöðu hingað til. Ég er að njóta þess að spila. Við reynum að halda mikið í boltann og skapa fleiri færi en andstæðingurinn. Ég held að við séum hæstir í possession á Englandi, með Premier league meðtalinni. Það kannski segir eitthvað. Það er okkar fótbolti," segir Willum.

Þegar samfélagsmiðlar eru skoðaðir sést strax að Willum er kominn í mikið uppáhald hjá stuðningsmönnum liðsins. Finnur hann fyrir ástinni frá stuðningsmönnunum?

„Já ég geri það. Ég er ekki mikið að lesa kommentin á netinu en þegar maður rekst á þá niðri í bæ eða fyrir utan völlinn tek ég eftir því. Það fylgir því þegar vel gengur. Það væri kannski öðruvísi ef það gengi illa. Ég fann það strax þegar ég kom þangað að þetta var hárrétt skref fyrir mig."

   31.10.2024 13:30
Vill að Willum fái eilífðarsamning eftir frábæra byrjun

Athugasemdir
banner
banner