Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 13. maí 2022 21:58
Hafliði Breiðfjörð
Alexandra: Þetta var ekta Alexöndru mark
Kvenaboltinn
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Alexandra fagnar marki sínu eftir fimm mínútna leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Alexandra í leiknum í kvöld.
Alexandra í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Allt liðið byrjaði með látum, heilt yfir hefðum við geta sett fleiri mörk en maður kvartar ekki yfir 4-0," sagði Alexandra Jóhannsdóttir sem skoraði fyrsta mark Breiðabliks í sigri á KR í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Stundum hægðist svolítið á tempóinu fannst mér en það er ekki hægt að kvarta þegar það eru fjögur mörk," sagði Alexandra sem skoraði fyrsta mark leiksins á fimmtu mínútu.

„Ég var ótrúlega glöð og það var sterkt að byrja svona. Þetta var svona ekta Alexöndru mark held ég bara, fyrirgjöf frá Ástu og skallamark. Bara týpískt mark sem ég myndi skora.

Alexandra gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í Þýskalandi í gær og það var kalt að spila í 4 stiga hita í Vesturbænum í kvöld.

„Ég held að það séu 27 gráður úti, mér er smá kalt," sagði Alexandra og hló. „En mér finnst ferska loftið bara fínt," bætti hún við.

Alexandra ætlar að vera hjá Breiðabliki fram í júlí og nær því helmingnum af mótinu. Hún kom til landsins í vikunni. „Ég náði tveimur æfingum fyrir leikinn, mætti á mánudaginn og kom á æfingu á þriðjudaginn og í gær," sagði Alexandra en síðan hún var síðast í Breiðabliki er kominn nýr þjálfari, Ásmundur Arnarsson fyrir Þorstein Halldórsson. Eru hlutirnir allt öðruvísi?

„Já og nei, þetta er fótbolti og margar sem ég hef spilað með og þekki úr landsliðinu. Liðið er líka svipað uppsett, tvær fyrir framan og ein djúp. Þetta er svipað hlutverk sem ég er í," sagði hún en hún var þó mjög dugleg að koma til baka og sækja boltann?

„Já mér fannst svæðið sem ég er vön að fá boltann í alveg framarlega svolítið lokað svo mér fannst fínt að koma aðeins niður og reyna að sækja boltann til að ná nokkrum snertingum á hann og mér fannst það ganga ágætlega."

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner