Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fös 13. september 2019 20:57
Mist Rúnarsdóttir
Guðni Eiríks: Þetta er íþróttasálfræði 103
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skólabókardæmi. Íþróttasálfræði 103. Þegar maður reynir að stíga lokaskrefið þá reynist það erfitt og það er bara raunin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn FH. FH-ingum mistókst þannig enn eina ferðina að tryggja sig upp í efstu deild eftir að hafa verið við topp Inkasso-deildarinnar í allt sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel. Komust yfir og virtust hafa fín tök á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora mark númer tvö.

„Mér fannst mark númer tvö liggja í loftinu. Við fengum tækifæri en hrós á Telmu, markvörð Augnabliks. Hún varði virkilega vel og hélt þeim á floti í raun og veru. Við hefðum getað gert 2-3 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Guðni en FH-liðið náði sér svo alls ekki á strik í seinni hálfleik.

„Þær voru greinilega bara mjög tensaðar á því. Þær voru ólíkar sjálfum sér og þegar allt kemur til alls þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik. Það er bara þannig.“

Það leit allt út fyrir að Augnablik myndi taka stigin þrjú en það kom loksins líf í FH-inga á lokamínútunum og Birta Georgsdóttir náði að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Það þýðir það að jafntefli dugar okkur í næsta leik. Það er gott og það er gott að skora. Gott að ná þó allavega marki í seinni hálfleik en eins og ég sagði við þær eftir leik þá áttum við ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Guðni.

FH mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í lokaumferð mótsins og þá er að duga eða drepast.

„Það er bara þannig að ef að FH-liðið fellur á því prófi þá á það ekki skilið að fara upp. Svo einfalt er það,“ sagði Guðni að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner