Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 13. september 2019 20:57
Mist Rúnarsdóttir
Guðni Eiríks: Þetta er íþróttasálfræði 103
Kvenaboltinn
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skólabókardæmi. Íþróttasálfræði 103. Þegar maður reynir að stíga lokaskrefið þá reynist það erfitt og það er bara raunin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn FH. FH-ingum mistókst þannig enn eina ferðina að tryggja sig upp í efstu deild eftir að hafa verið við topp Inkasso-deildarinnar í allt sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel. Komust yfir og virtust hafa fín tök á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora mark númer tvö.

„Mér fannst mark númer tvö liggja í loftinu. Við fengum tækifæri en hrós á Telmu, markvörð Augnabliks. Hún varði virkilega vel og hélt þeim á floti í raun og veru. Við hefðum getað gert 2-3 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Guðni en FH-liðið náði sér svo alls ekki á strik í seinni hálfleik.

„Þær voru greinilega bara mjög tensaðar á því. Þær voru ólíkar sjálfum sér og þegar allt kemur til alls þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik. Það er bara þannig.“

Það leit allt út fyrir að Augnablik myndi taka stigin þrjú en það kom loksins líf í FH-inga á lokamínútunum og Birta Georgsdóttir náði að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Það þýðir það að jafntefli dugar okkur í næsta leik. Það er gott og það er gott að skora. Gott að ná þó allavega marki í seinni hálfleik en eins og ég sagði við þær eftir leik þá áttum við ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Guðni.

FH mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í lokaumferð mótsins og þá er að duga eða drepast.

„Það er bara þannig að ef að FH-liðið fellur á því prófi þá á það ekki skilið að fara upp. Svo einfalt er það,“ sagði Guðni að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner