Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   fös 13. september 2019 20:57
Mist Rúnarsdóttir
Guðni Eiríks: Þetta er íþróttasálfræði 103
Kvenaboltinn
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
FH-ingum gengur illa að tryggja úrvalsdeildarsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er skólabókardæmi. Íþróttasálfræði 103. Þegar maður reynir að stíga lokaskrefið þá reynist það erfitt og það er bara raunin,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, eftir 2-2 jafntefli gegn FH. FH-ingum mistókst þannig enn eina ferðina að tryggja sig upp í efstu deild eftir að hafa verið við topp Inkasso-deildarinnar í allt sumar.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Augnablik

FH-ingar byrjuðu leikinn mjög vel. Komust yfir og virtust hafa fín tök á leiknum. Þeim tókst þó ekki að skora mark númer tvö.

„Mér fannst mark númer tvö liggja í loftinu. Við fengum tækifæri en hrós á Telmu, markvörð Augnabliks. Hún varði virkilega vel og hélt þeim á floti í raun og veru. Við hefðum getað gert 2-3 mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Guðni en FH-liðið náði sér svo alls ekki á strik í seinni hálfleik.

„Þær voru greinilega bara mjög tensaðar á því. Þær voru ólíkar sjálfum sér og þegar allt kemur til alls þá áttum við ekkert meira skilið úr þessum leik. Það er bara þannig.“

Það leit allt út fyrir að Augnablik myndi taka stigin þrjú en það kom loksins líf í FH-inga á lokamínútunum og Birta Georgsdóttir náði að skora jöfnunarmark í uppbótartíma.

„Það þýðir það að jafntefli dugar okkur í næsta leik. Það er gott og það er gott að skora. Gott að ná þó allavega marki í seinni hálfleik en eins og ég sagði við þær eftir leik þá áttum við ekki skilið að vinna þennan leik,“ sagði Guðni.

FH mætir Aftureldingu í Mosfellsbænum í lokaumferð mótsins og þá er að duga eða drepast.

„Það er bara þannig að ef að FH-liðið fellur á því prófi þá á það ekki skilið að fara upp. Svo einfalt er það,“ sagði Guðni að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner