Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mið 14. ágúst 2024 20:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Einar: Þurfum að díla við þetta eins og menn
Lengjudeildin
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta eru vonbrigði. Skortaflan sýnir rétta mynd af þessum leik," segir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Þórs, eftir 3-0 tap gegn Grindavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Mér fannst þeir fá hættulegri færi í þessum leik þó við höfum skapað nokkur færi og átt nokkra góða spilkafla. Þeir voru einhvernvveginn alltaf með svar við því sem við vorum að gera. Það vantaði herslumuninn og heppni. Hlutirnir eru ekki að detta með okkur eins og staðan er í dag og við þurfum bara að díla við það. Það þýðir ekkert að hengja haus of lengi."

Staðan hjá Þór er þannig að liðið er einfaldlega í fallbaráttu. "Við þurfum bara að díla við það eins og menn og standa saman. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn Fjölni heima og það er mikilvægur leikur. Við verðum að gjöra svo vel að vinna þann leik."

Aron spilaði 15-20 mínútur í leiknum í dag. Hvenær verður hann orðinn 90 mínútna maður? "Vonandi sem fyrst. Þetta gervigras er ekki hannað fyrir hásinarnar á mér og við þurftum að passa okkur í dag en leikformið er hægt og rólega að koma til baka. Ég er ennþá svolítið þungur en ég finn að þetta er hægt og rólega að koma." 

Þegar hann samdi við Þór var rætt um að hann gæti mögulega farið á lán erlendis áður en gluggarnir loka í Evrópu. Aron segir ekkert að frétta í þeim efnum. "Nei ekkert eins og er. Það er full einbeiting á þetta verkefni. Við erum komnir í þennan fallpakka og ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp úr því "


Athugasemdir