Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   mið 14. ágúst 2024 20:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Einar: Þurfum að díla við þetta eins og menn
Lengjudeildin
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta eru vonbrigði. Skortaflan sýnir rétta mynd af þessum leik," segir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Þórs, eftir 3-0 tap gegn Grindavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Mér fannst þeir fá hættulegri færi í þessum leik þó við höfum skapað nokkur færi og átt nokkra góða spilkafla. Þeir voru einhvernvveginn alltaf með svar við því sem við vorum að gera. Það vantaði herslumuninn og heppni. Hlutirnir eru ekki að detta með okkur eins og staðan er í dag og við þurfum bara að díla við það. Það þýðir ekkert að hengja haus of lengi."

Staðan hjá Þór er þannig að liðið er einfaldlega í fallbaráttu. "Við þurfum bara að díla við það eins og menn og standa saman. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn Fjölni heima og það er mikilvægur leikur. Við verðum að gjöra svo vel að vinna þann leik."

Aron spilaði 15-20 mínútur í leiknum í dag. Hvenær verður hann orðinn 90 mínútna maður? "Vonandi sem fyrst. Þetta gervigras er ekki hannað fyrir hásinarnar á mér og við þurftum að passa okkur í dag en leikformið er hægt og rólega að koma til baka. Ég er ennþá svolítið þungur en ég finn að þetta er hægt og rólega að koma." 

Þegar hann samdi við Þór var rætt um að hann gæti mögulega farið á lán erlendis áður en gluggarnir loka í Evrópu. Aron segir ekkert að frétta í þeim efnum. "Nei ekkert eins og er. Það er full einbeiting á þetta verkefni. Við erum komnir í þennan fallpakka og ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp úr því "


Athugasemdir
banner
banner