Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mið 14. ágúst 2024 20:35
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Einar: Þurfum að díla við þetta eins og menn
Lengjudeildin
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Aron Einar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta eru vonbrigði. Skortaflan sýnir rétta mynd af þessum leik," segir Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Þórs, eftir 3-0 tap gegn Grindavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  0 Þór

"Mér fannst þeir fá hættulegri færi í þessum leik þó við höfum skapað nokkur færi og átt nokkra góða spilkafla. Þeir voru einhvernvveginn alltaf með svar við því sem við vorum að gera. Það vantaði herslumuninn og heppni. Hlutirnir eru ekki að detta með okkur eins og staðan er í dag og við þurfum bara að díla við það. Það þýðir ekkert að hengja haus of lengi."

Staðan hjá Þór er þannig að liðið er einfaldlega í fallbaráttu. "Við þurfum bara að díla við það eins og menn og standa saman. Næsti leikur er á sunnudaginn gegn Fjölni heima og það er mikilvægur leikur. Við verðum að gjöra svo vel að vinna þann leik."

Aron spilaði 15-20 mínútur í leiknum í dag. Hvenær verður hann orðinn 90 mínútna maður? "Vonandi sem fyrst. Þetta gervigras er ekki hannað fyrir hásinarnar á mér og við þurftum að passa okkur í dag en leikformið er hægt og rólega að koma til baka. Ég er ennþá svolítið þungur en ég finn að þetta er hægt og rólega að koma." 

Þegar hann samdi við Þór var rætt um að hann gæti mögulega farið á lán erlendis áður en gluggarnir loka í Evrópu. Aron segir ekkert að frétta í þeim efnum. "Nei ekkert eins og er. Það er full einbeiting á þetta verkefni. Við erum komnir í þennan fallpakka og ég ætla að hjálpa liðinu að komast upp úr því "


Athugasemdir
banner
banner