Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   mán 14. október 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Guðlaugur Victor: Það var ekkert fagnað neitt
Icelandair
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara overall solid. Ég var allt í lagi ánægður við frakkaleikinn en eins og ég sagði eftir þann leik voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur. Og í dag var bara allt annar leikur, við vissum að myndum vera mikið meira með boltann og sækja meira og við unnum leikinn og héldum núllinu þannig að það er jákvætt.“

Sagði Guðlaugur Victor Pálsson sem fékk tækifærið hjá landsliðsþjálfurnum í þessari leikjatörn í stöðu hægri bakvarðar um sína frammistöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Leikmenn Íslands þurftu að treysta á að Frakkar bæru sigur úr býtum gegn Tyrkjum í París í kvöld til að halda vonum liðsins á beinu sæti á EM á lífi. Sú varð ekki raunin en liðin gerðu jafntefli og von Íslands því veik. Var stemmingin róleg eftir leik þrátt fyrir sigurinn?

„Já það var það. Það var ekkert fagnað neitt. En við þurfum að einbeita okkur að okkar og klára það og treysta á að Andorra stríði Tyrkjum.“
Guðlaugur spilaði eins og áður sagði í nýrri stöðu fyrir sig hægri bakverði í þessum leikjum. Eftir ágæta frammistöðu vill hann væntanlega halda sæti sínu í liðinu til frambúðar.

„Já vonandi. Það eru hlutir sem ég þarf að læra og ég fékk tvo mjög ólíka leiki sem var gott upp á reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður meðan að leikurinn í dag var meira sóknarsinnaður og gott að fá smjórþefin af báðu og svo þarf ég bara að skoða videoklippur og svona til að læra aðeins betur á það.“

Sagði Guðlaugur VIctor Pálsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner