Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 14. október 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Guðlaugur Victor: Það var ekkert fagnað neitt
Icelandair
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara overall solid. Ég var allt í lagi ánægður við frakkaleikinn en eins og ég sagði eftir þann leik voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur. Og í dag var bara allt annar leikur, við vissum að myndum vera mikið meira með boltann og sækja meira og við unnum leikinn og héldum núllinu þannig að það er jákvætt.“

Sagði Guðlaugur Victor Pálsson sem fékk tækifærið hjá landsliðsþjálfurnum í þessari leikjatörn í stöðu hægri bakvarðar um sína frammistöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Leikmenn Íslands þurftu að treysta á að Frakkar bæru sigur úr býtum gegn Tyrkjum í París í kvöld til að halda vonum liðsins á beinu sæti á EM á lífi. Sú varð ekki raunin en liðin gerðu jafntefli og von Íslands því veik. Var stemmingin róleg eftir leik þrátt fyrir sigurinn?

„Já það var það. Það var ekkert fagnað neitt. En við þurfum að einbeita okkur að okkar og klára það og treysta á að Andorra stríði Tyrkjum.“
Guðlaugur spilaði eins og áður sagði í nýrri stöðu fyrir sig hægri bakverði í þessum leikjum. Eftir ágæta frammistöðu vill hann væntanlega halda sæti sínu í liðinu til frambúðar.

„Já vonandi. Það eru hlutir sem ég þarf að læra og ég fékk tvo mjög ólíka leiki sem var gott upp á reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður meðan að leikurinn í dag var meira sóknarsinnaður og gott að fá smjórþefin af báðu og svo þarf ég bara að skoða videoklippur og svona til að læra aðeins betur á það.“

Sagði Guðlaugur VIctor Pálsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner