Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 14. október 2019 21:52
Sverrir Örn Einarsson
Guðlaugur Victor: Það var ekkert fagnað neitt
Icelandair
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Guðlaugur með boltann gegn Andorra í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Bara overall solid. Ég var allt í lagi ánægður við frakkaleikinn en eins og ég sagði eftir þann leik voru nokkrir hlutir sem hefðu mátt fara betur. Og í dag var bara allt annar leikur, við vissum að myndum vera mikið meira með boltann og sækja meira og við unnum leikinn og héldum núllinu þannig að það er jákvætt.“

Sagði Guðlaugur Victor Pálsson sem fékk tækifærið hjá landsliðsþjálfurnum í þessari leikjatörn í stöðu hægri bakvarðar um sína frammistöðu.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Leikmenn Íslands þurftu að treysta á að Frakkar bæru sigur úr býtum gegn Tyrkjum í París í kvöld til að halda vonum liðsins á beinu sæti á EM á lífi. Sú varð ekki raunin en liðin gerðu jafntefli og von Íslands því veik. Var stemmingin róleg eftir leik þrátt fyrir sigurinn?

„Já það var það. Það var ekkert fagnað neitt. En við þurfum að einbeita okkur að okkar og klára það og treysta á að Andorra stríði Tyrkjum.“
Guðlaugur spilaði eins og áður sagði í nýrri stöðu fyrir sig hægri bakverði í þessum leikjum. Eftir ágæta frammistöðu vill hann væntanlega halda sæti sínu í liðinu til frambúðar.

„Já vonandi. Það eru hlutir sem ég þarf að læra og ég fékk tvo mjög ólíka leiki sem var gott upp á reynsluna að gera. Frakkaleikurinn var meira varnarsinnaður meðan að leikurinn í dag var meira sóknarsinnaður og gott að fá smjórþefin af báðu og svo þarf ég bara að skoða videoklippur og svona til að læra aðeins betur á það.“

Sagði Guðlaugur VIctor Pálsson en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner