Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   sun 15. september 2019 22:24
Baldvin Már Borgarsson
Steini Halldórs: Trúi á Gunnar Magnús vin minn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var fúll og pirraður eftir leik sinna stúlkna gegn Val en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með sigri hefðu Blikar komið sér í góða stöðu fyrir síðustu umferð deildarinnar en staðan er ekki björt fyrir Breiðablik eftir jafnteflið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Ertu ekki grautfúll með jafntefli miðað við hvernig leikurinn spilaðist?

„Að sjálfssögðu, við vorum betri aðilinn í leiknum en fótbolti snýst um að skora mörk og við vorum í basli með það í dag.''

Hvað finnst þér um þann vendipunkt í leiknum þegar þið eigið mögulega að fá vítaspyrnu en fáið mark í andlitið?

„Já mér fannst þetta vera víti en auðvitað sér dómarinn þetta öðruvísi, ég bjóst ekki við því að Ívar Orri myndi taka erfiða ákvörðun eftir gærdaginn þar sem hann var tekinn af lífi í fjölmiðlum þar sem hann gefur rautt spjald, þannig ég held hann hafi verið undir þannig pressu að hann hefði ekki viljað taka stóra ákvörðun í dag.''

Breiðablik á ennþá möguleika á titlinum, er vonin veik?

„Vonin er mjög veik.'' Sagði Steini hálf hlægjandi.

„Kraftaverk hafa gerst, við bjuggum til smá kraftaverk með því að jafna hérna í lokin og ég trúi á Gunnar Magnús vin minn að hann sé svona nánast eins og guð almáttugur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Steini betur um leikinn, titilvonina, dómgæsluna og það að Ívar Orri skuli dæma svona leik daginn eftir bikarúrslitaleik þar sem hann fékk útrás í andlitið ásamt meiðslum Selmu Sólar.
Athugasemdir
banner
banner