Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 15. september 2019 22:24
Baldvin Már Borgarsson
Steini Halldórs: Trúi á Gunnar Magnús vin minn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var fúll og pirraður eftir leik sinna stúlkna gegn Val en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með sigri hefðu Blikar komið sér í góða stöðu fyrir síðustu umferð deildarinnar en staðan er ekki björt fyrir Breiðablik eftir jafnteflið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Ertu ekki grautfúll með jafntefli miðað við hvernig leikurinn spilaðist?

„Að sjálfssögðu, við vorum betri aðilinn í leiknum en fótbolti snýst um að skora mörk og við vorum í basli með það í dag.''

Hvað finnst þér um þann vendipunkt í leiknum þegar þið eigið mögulega að fá vítaspyrnu en fáið mark í andlitið?

„Já mér fannst þetta vera víti en auðvitað sér dómarinn þetta öðruvísi, ég bjóst ekki við því að Ívar Orri myndi taka erfiða ákvörðun eftir gærdaginn þar sem hann var tekinn af lífi í fjölmiðlum þar sem hann gefur rautt spjald, þannig ég held hann hafi verið undir þannig pressu að hann hefði ekki viljað taka stóra ákvörðun í dag.''

Breiðablik á ennþá möguleika á titlinum, er vonin veik?

„Vonin er mjög veik.'' Sagði Steini hálf hlægjandi.

„Kraftaverk hafa gerst, við bjuggum til smá kraftaverk með því að jafna hérna í lokin og ég trúi á Gunnar Magnús vin minn að hann sé svona nánast eins og guð almáttugur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Steini betur um leikinn, titilvonina, dómgæsluna og það að Ívar Orri skuli dæma svona leik daginn eftir bikarúrslitaleik þar sem hann fékk útrás í andlitið ásamt meiðslum Selmu Sólar.
Athugasemdir
banner