Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 15. september 2019 22:24
Baldvin Már Borgarsson
Steini Halldórs: Trúi á Gunnar Magnús vin minn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson var fúll og pirraður eftir leik sinna stúlkna gegn Val en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með sigri hefðu Blikar komið sér í góða stöðu fyrir síðustu umferð deildarinnar en staðan er ekki björt fyrir Breiðablik eftir jafnteflið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Valur

Ertu ekki grautfúll með jafntefli miðað við hvernig leikurinn spilaðist?

„Að sjálfssögðu, við vorum betri aðilinn í leiknum en fótbolti snýst um að skora mörk og við vorum í basli með það í dag.''

Hvað finnst þér um þann vendipunkt í leiknum þegar þið eigið mögulega að fá vítaspyrnu en fáið mark í andlitið?

„Já mér fannst þetta vera víti en auðvitað sér dómarinn þetta öðruvísi, ég bjóst ekki við því að Ívar Orri myndi taka erfiða ákvörðun eftir gærdaginn þar sem hann var tekinn af lífi í fjölmiðlum þar sem hann gefur rautt spjald, þannig ég held hann hafi verið undir þannig pressu að hann hefði ekki viljað taka stóra ákvörðun í dag.''

Breiðablik á ennþá möguleika á titlinum, er vonin veik?

„Vonin er mjög veik.'' Sagði Steini hálf hlægjandi.

„Kraftaverk hafa gerst, við bjuggum til smá kraftaverk með því að jafna hérna í lokin og ég trúi á Gunnar Magnús vin minn að hann sé svona nánast eins og guð almáttugur.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Steini betur um leikinn, titilvonina, dómgæsluna og það að Ívar Orri skuli dæma svona leik daginn eftir bikarúrslitaleik þar sem hann fékk útrás í andlitið ásamt meiðslum Selmu Sólar.
Athugasemdir