Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   fim 16. janúar 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög ánægð með hann - ég, stjórn og starfsfólkið," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Í gær var það tilkynnt að Arnar væri nýr landsliðsþjálfari en hann gerir samning til 2028.

„Við höfum fylgst með Arnari undanfarin ár og það hefur heldur betur gengið vel hjá honum."

Hvað gerir hann að rétta manninum fyrir þetta starf?

„Ég held að við horfum á undanfarin ár, hvernig hann hefur höndlað sinn hóp af leikmönnum, yngri og eldri, hvernig hann hefur sett upp leikina og svo má ekki gleyma því að hann hefur náð úrslitum. Út á það gengur þetta. Við teljum hann góðan kost fyrir okkur."

Leitin tók nokkuð langan tíma en á endanum voru þrír þjálfarar boðaðir í viðtal; Arnar, Bo Henriksen og Freyr Alexandersson.

„Vissulega var þetta lengri leit fyrir þær sakir að við lentum inn í jólavertíð. Menn í fríi og annað. Það voru margir mjög skemmtilegir kostir í stöðunni. Það er gott fyrir sambandið að vita að menn hafi áhuga á starfinu. Við tókum samtal við þrjá mjög góða einstaklinga. Menn sem við töldum að allir gætu tekið við. Það æxlaðist þannig að við fórum í samtal við Arnar og hér er hann. Við tókum þá ákvörðun," segir Þorvaldur.

„Þetta tekur alltaf tíma en við gerðum þetta vel. Þetta er ánægjulegt og ég held að allir fylgjendur fótboltans á Íslandi séu ánægðir með útkomuna."

Þorvaldur spilaði með Arnari og þjálfaði hann svo hjá Fram síðar meir.

„Arnar er mjög skemmtilegur karakter. Maður þekkti hann sem leikmann, svo spilaði hann hjá mér og maður hefur nú horft á hann sem þjálfara. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig hann hefur þróað sjálfan sig og elst í sínu starfi sem þjálfari. Það er mjög gaman að því," segir Þorvaldur en náði hann að kenna honum eitthvað sem þjálfari?

„Ég veit það ekki. Arnar er svolítið þrjóskur gæi. En ég vona að hann hafi lært eitthvað," sagði formaðurinn og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner