Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   fim 16. janúar 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög ánægð með hann - ég, stjórn og starfsfólkið," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Í gær var það tilkynnt að Arnar væri nýr landsliðsþjálfari en hann gerir samning til 2028.

„Við höfum fylgst með Arnari undanfarin ár og það hefur heldur betur gengið vel hjá honum."

Hvað gerir hann að rétta manninum fyrir þetta starf?

„Ég held að við horfum á undanfarin ár, hvernig hann hefur höndlað sinn hóp af leikmönnum, yngri og eldri, hvernig hann hefur sett upp leikina og svo má ekki gleyma því að hann hefur náð úrslitum. Út á það gengur þetta. Við teljum hann góðan kost fyrir okkur."

Leitin tók nokkuð langan tíma en á endanum voru þrír þjálfarar boðaðir í viðtal; Arnar, Bo Henriksen og Freyr Alexandersson.

„Vissulega var þetta lengri leit fyrir þær sakir að við lentum inn í jólavertíð. Menn í fríi og annað. Það voru margir mjög skemmtilegir kostir í stöðunni. Það er gott fyrir sambandið að vita að menn hafi áhuga á starfinu. Við tókum samtal við þrjá mjög góða einstaklinga. Menn sem við töldum að allir gætu tekið við. Það æxlaðist þannig að við fórum í samtal við Arnar og hér er hann. Við tókum þá ákvörðun," segir Þorvaldur.

„Þetta tekur alltaf tíma en við gerðum þetta vel. Þetta er ánægjulegt og ég held að allir fylgjendur fótboltans á Íslandi séu ánægðir með útkomuna."

Þorvaldur spilaði með Arnari og þjálfaði hann svo hjá Fram síðar meir.

„Arnar er mjög skemmtilegur karakter. Maður þekkti hann sem leikmann, svo spilaði hann hjá mér og maður hefur nú horft á hann sem þjálfara. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig hann hefur þróað sjálfan sig og elst í sínu starfi sem þjálfari. Það er mjög gaman að því," segir Þorvaldur en náði hann að kenna honum eitthvað sem þjálfari?

„Ég veit það ekki. Arnar er svolítið þrjóskur gæi. En ég vona að hann hafi lært eitthvað," sagði formaðurinn og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner