Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
banner
   fim 16. janúar 2025 15:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Icelandair
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Þorvaldur Örlygsson og Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Arnar á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Við erum mjög ánægð með hann - ég, stjórn og starfsfólkið," segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net um ráðningu á nýjum landsliðsþjálfara.

Í gær var það tilkynnt að Arnar væri nýr landsliðsþjálfari en hann gerir samning til 2028.

„Við höfum fylgst með Arnari undanfarin ár og það hefur heldur betur gengið vel hjá honum."

Hvað gerir hann að rétta manninum fyrir þetta starf?

„Ég held að við horfum á undanfarin ár, hvernig hann hefur höndlað sinn hóp af leikmönnum, yngri og eldri, hvernig hann hefur sett upp leikina og svo má ekki gleyma því að hann hefur náð úrslitum. Út á það gengur þetta. Við teljum hann góðan kost fyrir okkur."

Leitin tók nokkuð langan tíma en á endanum voru þrír þjálfarar boðaðir í viðtal; Arnar, Bo Henriksen og Freyr Alexandersson.

„Vissulega var þetta lengri leit fyrir þær sakir að við lentum inn í jólavertíð. Menn í fríi og annað. Það voru margir mjög skemmtilegir kostir í stöðunni. Það er gott fyrir sambandið að vita að menn hafi áhuga á starfinu. Við tókum samtal við þrjá mjög góða einstaklinga. Menn sem við töldum að allir gætu tekið við. Það æxlaðist þannig að við fórum í samtal við Arnar og hér er hann. Við tókum þá ákvörðun," segir Þorvaldur.

„Þetta tekur alltaf tíma en við gerðum þetta vel. Þetta er ánægjulegt og ég held að allir fylgjendur fótboltans á Íslandi séu ánægðir með útkomuna."

Þorvaldur spilaði með Arnari og þjálfaði hann svo hjá Fram síðar meir.

„Arnar er mjög skemmtilegur karakter. Maður þekkti hann sem leikmann, svo spilaði hann hjá mér og maður hefur nú horft á hann sem þjálfara. Það hefur verið virkilega gaman að sjá hvernig hann hefur þróað sjálfan sig og elst í sínu starfi sem þjálfari. Það er mjög gaman að því," segir Þorvaldur en náði hann að kenna honum eitthvað sem þjálfari?

„Ég veit það ekki. Arnar er svolítið þrjóskur gæi. En ég vona að hann hafi lært eitthvað," sagði formaðurinn og hló.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner