Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 16. ágúst 2019 21:48
Helga Katrín Jónsdóttir
Tinna Óðinsdóttir: Þetta mót er búið að vera svolítíð stöngin út
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur tapaði í kvöld 2:0 gegn Fylki og er staða liðsins í deildinni orðin áhyggjuefni. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, var svekkt í leikslok.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  2 Fylkir

"Mér líður ekkert rosalega vel og ég er viss um að þannig líður stelpunum líka."

"Mér fannst við betri til að byrja með í fyrri hálfleik og fengum svo á okkur skítamark sem mér fannst vera gegn gangi leiksins. En svo skora þær gott mark í seinni hálfleik."

HK/víkingur skaut tvisvar í leiknum í tréverkið en ef þessi skot hefðu farið inn væru úrslitin önnur.

"Já, þetta mót er búið að vera svolítið stöngin út. Það er virkilega erfitt þegar það fellur ekkert með manni."

Útlitið er svart fyrir HK/Víking í deildinni en þær sitja í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig. Hvað þurfa þær að gera til að halda sæti sínu í deildinni?

"Það er bara að sækja öll stig sem eru í boði, það sem eftir er í pottinum."

HK/Víkingur spilar við ÍBV í næsta leik, hvernig leggst það í liðið?

"Við stefnum á sigur í næsta leik eins og markmiðið hefur svosem verið í allt sumar."

Viðtalið við Tinnu má sjá hér að ofan
Athugasemdir