Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
banner
   fös 16. ágúst 2019 21:48
Helga Katrín Jónsdóttir
Tinna Óðinsdóttir: Þetta mót er búið að vera svolítíð stöngin út
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur tapaði í kvöld 2:0 gegn Fylki og er staða liðsins í deildinni orðin áhyggjuefni. Tinna Óðinsdóttir, fyrirliði HK/Víkings, var svekkt í leikslok.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  2 Fylkir

"Mér líður ekkert rosalega vel og ég er viss um að þannig líður stelpunum líka."

"Mér fannst við betri til að byrja með í fyrri hálfleik og fengum svo á okkur skítamark sem mér fannst vera gegn gangi leiksins. En svo skora þær gott mark í seinni hálfleik."

HK/víkingur skaut tvisvar í leiknum í tréverkið en ef þessi skot hefðu farið inn væru úrslitin önnur.

"Já, þetta mót er búið að vera svolítið stöngin út. Það er virkilega erfitt þegar það fellur ekkert með manni."

Útlitið er svart fyrir HK/Víking í deildinni en þær sitja í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig. Hvað þurfa þær að gera til að halda sæti sínu í deildinni?

"Það er bara að sækja öll stig sem eru í boði, það sem eftir er í pottinum."

HK/Víkingur spilar við ÍBV í næsta leik, hvernig leggst það í liðið?

"Við stefnum á sigur í næsta leik eins og markmiðið hefur svosem verið í allt sumar."

Viðtalið við Tinnu má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner