Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 17. ágúst 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes Karl: Lilja Dögg betri í kollinum heldur en sálinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR var stoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og fór leikurinn í framlengingu. Þar gerði Þóra Jónsdóttir sigurmarkið á 102. mínútu.

„Þetta er sárt, það er erfitt að taka þessu. Maður þarf aðeins að jafna sig, við lögðum allt í þetta og mér fannst stelpurnar standa sig virkilega vel í dag. Þetta eru bara tvö hörkulið og annað þeirra verður að tapa," sagði Jóhannes að leikslokum.

Jóhannes telur færanýtinguna hafa gert gæfumuninn enda klúðruðu bæði lið góðum færum í leiknum.

Lilja Dögg Valþórsdóttir þurfti að fara af velli snemma leiks eftir að hafa fengið harkalegt höfuðhögg. Jóhannes staðfestir þó að hún hafi ekki fengið heilahristing.

„Ég held hún sé betri í kollinum núna heldur en sálinni. Hún fékk bara höfuðhögg og í rauninni ekki heilahristingur eða neitt slíkt. Hún bólgnaði upp og fékk kúlu á hausinn, sem varð til þess að við urðum að taka hana útaf."

Jóhannes vonar að góðar frammistöður í bikarnum veiti leikmönnum sínum aukna trú fyrir lokakafla Pepsi Max-deildarinnar þar sem KR er í fallbaráttu.

„Þó að bikarinn gefi ekki stig þá getur hann kannski gefið okkur smá metnað og sýnt okkur hvað við getum gert í deildinni."

KR á erfiða leiki eftir út tímabilið og er aðeins þremur stigum frá fallsæti, þó með leik til góða.
Athugasemdir
banner