Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   lau 17. ágúst 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes Karl: Lilja Dögg betri í kollinum heldur en sálinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR var stoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og fór leikurinn í framlengingu. Þar gerði Þóra Jónsdóttir sigurmarkið á 102. mínútu.

„Þetta er sárt, það er erfitt að taka þessu. Maður þarf aðeins að jafna sig, við lögðum allt í þetta og mér fannst stelpurnar standa sig virkilega vel í dag. Þetta eru bara tvö hörkulið og annað þeirra verður að tapa," sagði Jóhannes að leikslokum.

Jóhannes telur færanýtinguna hafa gert gæfumuninn enda klúðruðu bæði lið góðum færum í leiknum.

Lilja Dögg Valþórsdóttir þurfti að fara af velli snemma leiks eftir að hafa fengið harkalegt höfuðhögg. Jóhannes staðfestir þó að hún hafi ekki fengið heilahristing.

„Ég held hún sé betri í kollinum núna heldur en sálinni. Hún fékk bara höfuðhögg og í rauninni ekki heilahristingur eða neitt slíkt. Hún bólgnaði upp og fékk kúlu á hausinn, sem varð til þess að við urðum að taka hana útaf."

Jóhannes vonar að góðar frammistöður í bikarnum veiti leikmönnum sínum aukna trú fyrir lokakafla Pepsi Max-deildarinnar þar sem KR er í fallbaráttu.

„Þó að bikarinn gefi ekki stig þá getur hann kannski gefið okkur smá metnað og sýnt okkur hvað við getum gert í deildinni."

KR á erfiða leiki eftir út tímabilið og er aðeins þremur stigum frá fallsæti, þó með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner