Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
banner
   lau 17. ágúst 2019 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhannes Karl: Lilja Dögg betri í kollinum heldur en sálinni
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari KR var stoltur af frammistöðu liðsins þrátt fyrir tap gegn Selfossi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag.

KR komst yfir í fyrri hálfleik en Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði fyrir Selfoss og fór leikurinn í framlengingu. Þar gerði Þóra Jónsdóttir sigurmarkið á 102. mínútu.

„Þetta er sárt, það er erfitt að taka þessu. Maður þarf aðeins að jafna sig, við lögðum allt í þetta og mér fannst stelpurnar standa sig virkilega vel í dag. Þetta eru bara tvö hörkulið og annað þeirra verður að tapa," sagði Jóhannes að leikslokum.

Jóhannes telur færanýtinguna hafa gert gæfumuninn enda klúðruðu bæði lið góðum færum í leiknum.

Lilja Dögg Valþórsdóttir þurfti að fara af velli snemma leiks eftir að hafa fengið harkalegt höfuðhögg. Jóhannes staðfestir þó að hún hafi ekki fengið heilahristing.

„Ég held hún sé betri í kollinum núna heldur en sálinni. Hún fékk bara höfuðhögg og í rauninni ekki heilahristingur eða neitt slíkt. Hún bólgnaði upp og fékk kúlu á hausinn, sem varð til þess að við urðum að taka hana útaf."

Jóhannes vonar að góðar frammistöður í bikarnum veiti leikmönnum sínum aukna trú fyrir lokakafla Pepsi Max-deildarinnar þar sem KR er í fallbaráttu.

„Þó að bikarinn gefi ekki stig þá getur hann kannski gefið okkur smá metnað og sýnt okkur hvað við getum gert í deildinni."

KR á erfiða leiki eftir út tímabilið og er aðeins þremur stigum frá fallsæti, þó með leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner