29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 17. september 2023 17:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján: Svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Orkustigið það hefði þurft að vera aðeins hærra, þá hefðum við fækkað mistökunum. Við vorum að gera fleiri mistök í þessum leik en oftast áður og það var þreyta í mannskapnum, það verður bara því miður að segja það þó það sé leiðinlegt að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag.

„Við stjórnuðum leiknum og vorum með boltann nánast allan tímann en náum ekki að búa til nógu opið færi og það er það sem skilur á milli í þessu."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

Breiðablik varðist aftarlega í leiknum, mun aftar en þær eru þekktar fyrir. Þetta kom Kristjáni ekki á óvart.

„Nei nei við vissum svo sem ekki hverju við áttum von á frá þeim í dag en þetta var svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram, það er alveg geggjað. En okkur tókst ekki að opna þær nógu vel."

Kristján talaði um þreytu í Stjörnuliðinu en liðið kom úr Evrópuleikjum og spilaði við Val fyrir þremur dögum. En nú er landsleikjahlé framundan sem er kærkomið.

„Að spila við Val og Breiðablik á þremur dögum það er ekkert grín fyrir hvaða lið sem er. Þetta er mun hærra álag heldur en að spila við önnur lið í deildinni, með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í deildinni. Það verður hvíld frá þessu mikla álagi hjá flestum leikmönnum en einhverjar eru að fara með landsliðunum og verða í einhverju álagi," sagði Kristján.

Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner