Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 17. september 2023 17:19
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Kristján: Svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Orkustigið það hefði þurft að vera aðeins hærra, þá hefðum við fækkað mistökunum. Við vorum að gera fleiri mistök í þessum leik en oftast áður og það var þreyta í mannskapnum, það verður bara því miður að segja það þó það sé leiðinlegt að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag.

„Við stjórnuðum leiknum og vorum með boltann nánast allan tímann en náum ekki að búa til nógu opið færi og það er það sem skilur á milli í þessu."


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

Breiðablik varðist aftarlega í leiknum, mun aftar en þær eru þekktar fyrir. Þetta kom Kristjáni ekki á óvart.

„Nei nei við vissum svo sem ekki hverju við áttum von á frá þeim í dag en þetta var svaka virðing á okkur að þær skyldu leggjast niður á teig og sparka boltanum fram, það er alveg geggjað. En okkur tókst ekki að opna þær nógu vel."

Kristján talaði um þreytu í Stjörnuliðinu en liðið kom úr Evrópuleikjum og spilaði við Val fyrir þremur dögum. En nú er landsleikjahlé framundan sem er kærkomið.

„Að spila við Val og Breiðablik á þremur dögum það er ekkert grín fyrir hvaða lið sem er. Þetta er mun hærra álag heldur en að spila við önnur lið í deildinni, með fullri virðingu fyrir öðrum liðum í deildinni. Það verður hvíld frá þessu mikla álagi hjá flestum leikmönnum en einhverjar eru að fara með landsliðunum og verða í einhverju álagi," sagði Kristján.

Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner