Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   þri 18. febrúar 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Mynd: Víkingur
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var hjartnæm stund eftir æfingu Víkings í Aþenu í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur en hann er farinn á vit ævintýranna í Króatíu. Það var gluggadagur í Króatíu í gær og Danijel var seldur til Istra.

Ari Sigurpálsson segir það erfitt að kveðja vin sinn en telur að hann muni slá í gegn í króatíska boltanum.

„Það er rosalega erfitt, í miðju Evrópuverkefni. Við erum mikið saman, höfum verið saman í yngri landsliðum og þekkst síðan við vorum litlir. Það er rosalega erfitt að kveðja hann og hefði verið geggjað ef hann hefði náð seinni leiknum," segir Ari.

„Ég veit að honum mun ganga rosalega vel þarna. Hann kann tungumálið og ég held að þetta sé frábært skref fyrir hann."

Ari gæti sjálfur verið næsti Víkingur til að vera seldur en það er mikill áhugi á honum frá félögum í Skandinavíu. Stuðningsmenn Víkings þurfa þó ekki að óttast að Ari verði líka seldur fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudaginn.

„Nei ég get alveg staðfest það að ég verð ekki farinn," segir Ari brosandi eftir spurningu blaðamanns.

Sverrir er geggjaður varnarmaður
Víkingur fer með 2-1 forystu í seinni leikinn gegn Panathinaikos en búast má við því að gríska liðið mæti enn gíraðra til leiks á fimmtudaginn.

„Það sem við settum upp virkaði," segir Ari um fyrri leikinn. „Spiluðum góðan varnarleik, beittum góðum skyndisóknum og vorum hættulegir. Við ætlum að reyna að komast áfram og vonandi verða næstu 90 mínútur góðar líka."

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er meðal leikmanna Panathinaikos. Hvernig fannst Ara að mæta Sverri og félögum í vörn gríska liðsins?

„Brown og Sverrir eru báðir líkamlega sterkir og hraðir. Mér fannst við í smá basli í uppspilinu. Mér fannst geggjað að mæta Sverri og maður sá það að hann er geggjaður varnarmaður."

„Markmiðið í fyrri leiknum var að fara með góð úrslit í þann seinni. Það heppnaðist. Það verður örugglega rosaleg stemning á vellinum. Panathinaikos menn yrðu ekki sáttir við að detta út gegn íslensku félagi. Það er miklu meiri pressa á þeim en okkur."

Gæti hugsað sér að búa í Aþenu
Víkingar fóru yfir til Aþenu strax á föstudaginn og hafa því haft góðan tíma milli funda og æfinga til að skoða borgina. Ari er virkilega hrifinn af Aþenu.

„Við erum búnir að vera duglegir að skoða borgina og labba um. Mér lýst rosalega vel á hana. Það er örugglega geggjað að búa hérna. Sverrir hlýtur að vera í toppmálum hérna. Það er fallegt og búið að vera gott veður," segir Ari.
Athugasemdir
banner
banner