Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   þri 18. febrúar 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Mynd: Víkingur
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var hjartnæm stund eftir æfingu Víkings í Aþenu í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur en hann er farinn á vit ævintýranna í Króatíu. Það var gluggadagur í Króatíu í gær og Danijel var seldur til Istra.

Ari Sigurpálsson segir það erfitt að kveðja vin sinn en telur að hann muni slá í gegn í króatíska boltanum.

„Það er rosalega erfitt, í miðju Evrópuverkefni. Við erum mikið saman, höfum verið saman í yngri landsliðum og þekkst síðan við vorum litlir. Það er rosalega erfitt að kveðja hann og hefði verið geggjað ef hann hefði náð seinni leiknum," segir Ari.

„Ég veit að honum mun ganga rosalega vel þarna. Hann kann tungumálið og ég held að þetta sé frábært skref fyrir hann."

Ari gæti sjálfur verið næsti Víkingur til að vera seldur en það er mikill áhugi á honum frá félögum í Skandinavíu. Stuðningsmenn Víkings þurfa þó ekki að óttast að Ari verði líka seldur fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudaginn.

„Nei ég get alveg staðfest það að ég verð ekki farinn," segir Ari brosandi eftir spurningu blaðamanns.

Sverrir er geggjaður varnarmaður
Víkingur fer með 2-1 forystu í seinni leikinn gegn Panathinaikos en búast má við því að gríska liðið mæti enn gíraðra til leiks á fimmtudaginn.

„Það sem við settum upp virkaði," segir Ari um fyrri leikinn. „Spiluðum góðan varnarleik, beittum góðum skyndisóknum og vorum hættulegir. Við ætlum að reyna að komast áfram og vonandi verða næstu 90 mínútur góðar líka."

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er meðal leikmanna Panathinaikos. Hvernig fannst Ara að mæta Sverri og félögum í vörn gríska liðsins?

„Brown og Sverrir eru báðir líkamlega sterkir og hraðir. Mér fannst við í smá basli í uppspilinu. Mér fannst geggjað að mæta Sverri og maður sá það að hann er geggjaður varnarmaður."

„Markmiðið í fyrri leiknum var að fara með góð úrslit í þann seinni. Það heppnaðist. Það verður örugglega rosaleg stemning á vellinum. Panathinaikos menn yrðu ekki sáttir við að detta út gegn íslensku félagi. Það er miklu meiri pressa á þeim en okkur."

Gæti hugsað sér að búa í Aþenu
Víkingar fóru yfir til Aþenu strax á föstudaginn og hafa því haft góðan tíma milli funda og æfinga til að skoða borgina. Ari er virkilega hrifinn af Aþenu.

„Við erum búnir að vera duglegir að skoða borgina og labba um. Mér lýst rosalega vel á hana. Það er örugglega geggjað að búa hérna. Sverrir hlýtur að vera í toppmálum hérna. Það er fallegt og búið að vera gott veður," segir Ari.
Athugasemdir
banner