Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 18. febrúar 2025 08:50
Elvar Geir Magnússon
Aþenu
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
TIlfinningar á æfingu Víkings í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur.
Mynd: Víkingur
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Ari Sigurpálsson á æfingunni.
Mynd: Víkingur
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Ari í fyrri leiknum í Helsinki.
Mynd: Víkingur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það var hjartnæm stund eftir æfingu Víkings í Aþenu í gær þegar Danijel Djuric var kvaddur en hann er farinn á vit ævintýranna í Króatíu. Það var gluggadagur í Króatíu í gær og Danijel var seldur til Istra.

Ari Sigurpálsson segir það erfitt að kveðja vin sinn en telur að hann muni slá í gegn í króatíska boltanum.

„Það er rosalega erfitt, í miðju Evrópuverkefni. Við erum mikið saman, höfum verið saman í yngri landsliðum og þekkst síðan við vorum litlir. Það er rosalega erfitt að kveðja hann og hefði verið geggjað ef hann hefði náð seinni leiknum," segir Ari.

„Ég veit að honum mun ganga rosalega vel þarna. Hann kann tungumálið og ég held að þetta sé frábært skref fyrir hann."

Ari gæti sjálfur verið næsti Víkingur til að vera seldur en það er mikill áhugi á honum frá félögum í Skandinavíu. Stuðningsmenn Víkings þurfa þó ekki að óttast að Ari verði líka seldur fyrir seinni leikinn gegn Panathinaikos á fimmtudaginn.

„Nei ég get alveg staðfest það að ég verð ekki farinn," segir Ari brosandi eftir spurningu blaðamanns.

Sverrir er geggjaður varnarmaður
Víkingur fer með 2-1 forystu í seinni leikinn gegn Panathinaikos en búast má við því að gríska liðið mæti enn gíraðra til leiks á fimmtudaginn.

„Það sem við settum upp virkaði," segir Ari um fyrri leikinn. „Spiluðum góðan varnarleik, beittum góðum skyndisóknum og vorum hættulegir. Við ætlum að reyna að komast áfram og vonandi verða næstu 90 mínútur góðar líka."

Landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason er meðal leikmanna Panathinaikos. Hvernig fannst Ara að mæta Sverri og félögum í vörn gríska liðsins?

„Brown og Sverrir eru báðir líkamlega sterkir og hraðir. Mér fannst við í smá basli í uppspilinu. Mér fannst geggjað að mæta Sverri og maður sá það að hann er geggjaður varnarmaður."

„Markmiðið í fyrri leiknum var að fara með góð úrslit í þann seinni. Það heppnaðist. Það verður örugglega rosaleg stemning á vellinum. Panathinaikos menn yrðu ekki sáttir við að detta út gegn íslensku félagi. Það er miklu meiri pressa á þeim en okkur."

Gæti hugsað sér að búa í Aþenu
Víkingar fóru yfir til Aþenu strax á föstudaginn og hafa því haft góðan tíma milli funda og æfinga til að skoða borgina. Ari er virkilega hrifinn af Aþenu.

„Við erum búnir að vera duglegir að skoða borgina og labba um. Mér lýst rosalega vel á hana. Það er örugglega geggjað að búa hérna. Sverrir hlýtur að vera í toppmálum hérna. Það er fallegt og búið að vera gott veður," segir Ari.
Athugasemdir
banner