Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   þri 18. júlí 2023 23:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Shamrock Rovers á ekki að koma til Íslands og vinna Breiðablik á Kópavogsvelli
Dásamlegt að sjá að liðið sé komið á þennan stað
Fagnað á hliðarlínunni.
Fagnað á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stórkostlegt að sjá strákana uppskera eins og þeir sá
Stórkostlegt að sjá strákana uppskera eins og þeir sá
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Damir var einhvern veginn þreyttur og nennti alls ekki að hlusta á tuðið í mér
Damir var einhvern veginn þreyttur og nennti alls ekki að hlusta á tuðið í mér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ekki fyrst að hann segir það
Ekki fyrst að hann segir það
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hann er auðvitað ánægður með pabba sinn
Hann er auðvitað ánægður með pabba sinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög glaður; mjög glaður fyrir hönd leikmannanna, félagsins, stuðningsmannanna og allra þeirra sem hafa unnið af þessu verkefni. Það er stórkostlegt að sjá strákana uppskera eins og þeir sá."

„Þetta Evrópuferðalag byrjuðum við á 2020 rétt áður en covid skall á. Það hefur tekið okkur í gegnum 23 leiki í Evrópu og æfingaleiki við útlend lið. Það er dásamlegt að sjá að liðið sé komið á þennan stað, búið að taka miklum framförum. Þú getur ekki beðið um meira,"
sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Shamrock Rovers

Fréttaritari fær falleinkunn fyrir myndatökuna, skánar þegar líður á en hljóðið er þó allan tímann í lagi.

„Við vorum góðir að fara í gegnum þá og komum okkur í góðar stöður og komum okkur í góð færi. Við þurfum að vera meira 'ruthless', þurfum að nýta færin betur. Mér fannst við frábærir í okkar eigin teig, vörðumst mjög vel, en það vantaði upp á fókusinn í færunum; verðum að bera meiri virðingu fyrir þeim."

Óskar var næst spurður út í mörkin tvö. Þegar hann kom inn á seinna markið, sem Höskuldur skoraði, þá sagði hann eftirfarandi: „Ég veit ekki hvort þetta var fyrirgjöf eða skot, hann er betur tilfallinn að svara því, en markið var frábært."

Höskuldur hafði sagt í viðtali við Stöð 2 Sport að þetta hefði verið æft í vikunni. Er það lýgi hjá honum? „Ekki fyrst að hann segir það," sagði Óskar léttur.

Næst tjáði þjálfarinn sig um vítaspyrnudóminn og má heyra svörin í viðtalinu efst.

Óskar kallaði inn á völlinn á Damir í lok leiks. „Ég var að biðja hann um að tala við Högga. Höggi vísaði út á mann sem var opinn en Damir hefði átt að biðja hann um að loka á hann. Það var ekkert flóknara en það. Damir var einhvern veginn þreyttur og nennti alls ekki að hlusta á tuðið í mér," sagði Óskar og brosti.

Enginn hroki
Breiðablik vann Shamrock í báðum leikjunum og er komið áfram í 2. umferð forkeppninnar.

„Sammála því að það sé risastórt og hrikalega vel gert. Eftir fyrri leikinn þá hefði maður orðið svekktur ef við hefðum ekki sýnt frammistöðu og unnið þá. Shamrock Rovers á ekki að koma til Íslands og vinna Breiðablik á Kópavogsvelli. Ég er á þeirri skoðun og í því felst enginn hroki, Shamrock Rovers er mjög gott lið. Við erum hins vegar orðnir góðir, 'mötchum' lið eins og Shamrock Rovers; lið sem var í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra, þrefaldur írskur meistari og rútínerað lið. Við 'mötchum' þá og gott betur. Við þurfum að halda áfram og byggja ofan á þetta."

Öruggir með sex dýrmæta leiki í viðbót
„Það hefur gríðarlega þýðingu, þýðir að við erum öruggir með sex Evrópuleiki í viðbót; sex dýrmæta leiki að minnsta kosti. Það þýðir að við erum einu einvígi frá því að komast í riðlakeppni. Við þurfum að átta okkur á því og bera virðingu fyrir þeirri staðreynd. Við erum hins vegar órafjarri því að vera komnir eitthvað," sagði Óskar sem nefndi næst leikinn við ÍBV í Bestu deildinni.

Spilað þétt út ágúst
„Mér sýnist staðan vera þannig að við erum að spila á þriggja daga fresti þangað til landleikjafríið er í byrjun september. Það er gríðarlega mikið álag og menn þurfa að vera andlega klárir í það. Það er ágætt að fara sýna strákunum dagskrána og passa upp á að allir séu heilir og ferskir."

Óskar var spurður út í gluggann, hvort að þessi árangur hafi áhrif á hreyfingar í glugganum.

Auðvitað ánægður með pabba sinn
Sigurinn í kvöld þýðir að Óskar er að fara mæta Orra Steini, syni sínum, í næstu umferð. Orri er leikmaður FC Kaupmannahafnar.

„Hann er búinn að senda mér skilaboð og var auðvitað mjög ánægður fyrir mína hönd. Við verðum að taka á því þegar við komum að þeirri brú. Hann er auðvitað ánægður með pabba sinn," sagði Óskar.

Hann ræðir meira um einvígið við FCK og svo sig sjálfan í lok viðtalsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner