Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
Ólafur Hrannar: Skemmtilegur markmannskapall sem við höfum átt með Frömurum
Venni: Kjánalegt að stefna að einhverju öðru en að fara upp
Amin Cosic: Búinn að vera bíða eftir þessu marki í svona ár
Haraldur Freyr: Höllin er stór og þetta eru öðruvísi aðstæður
Ólafur Kristófer: Betra þegar það er minna að gera hjá mér
Gunnar Heiðar: Fannst við aldrei vera minna liðið
Árni Freyr: Óli varði víti svo við sættum okkur við stigið
„Verðum að taka þetta með okkur á koddann og koma graðir í næsta leik"
Gunnar Már: Sama hvað maður segir er ekki hlustað á mann
Hemmi: Við verðum þar, það er morgunljóst
„Þurfum að hætta því að kveikja ekki á okkur í byrjun"
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
   þri 18. júlí 2023 23:22
Þorsteinn Haukur Harðarson
Rúnar Kristins: Rifum upp sprittbrúsa og höldum leikmönnum í sundur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Þetta er miklu skemmtilegra þegar fólk mætir og styður okkur. Við Heimir erum náttúrulega góðir félagar og höfum mæst marg oft. Við þekkjum hvorn annan nokkuð vel. Þetta verða oft nokkurskonar refskákir og úr varð ein slík í dag," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigur gegn FH í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 1 -  0 FH

"Stefán kom inn og gerði ofboðslega vel fyrir okkur. Svo kemur Luke inn og við færum Stefán upp á topp. Þeir tveir bjuggu til þetta mark upp á eigin spýtur. Það er ofboðslega gaman að Luke sé loksins búinn að setja mark sitt á leik fyrir okkur KR-inga því hann er búinn að fá nokkur tækifæri til þess í sumar en ekki nýtt þau næginlega vel. Í dag vinnum við á marki frá honum sem er kærkomið."

Í stöðunni 0-0 varði markvörður KR víti sem Rúnar vill meina að hafi lagt grunninn að sigrinum. 

"Simen ver glæsilega úr vítinu og frákastinu. Við erum með góðan markmann í honum og Aroni. Simen í rauninni vinnur fyrir okkur þrjú stig í dag með þessari vörslu. Þetta kom með auka kraft og aukna trú fyrir síðustu mínúturnar. Markmenn geta bæði unnið og tapað leikjum fyrir mann en núna vann hann leikinn fyrir okkur. "

Nokkrir leikmenn KR voru fjarverandi í kvöld vegna magapestar. Er einhver hópsýking í gangi?

"Já því miður kom upp einhver sýking. Jóhannes missti allt út úr sér í dag og Olav Öby tilkynnti okkur það sama rétt fyrir leik. Sigurður Bjartur hefði ekki spilað vegna meiðsla en það fer líka allt í klósettið hjá honum. Þetta er ekki gott og við erum að reyna að stía leikmönnum í sundur. Við vorum komnir með sprittbrúsana á loft sem við vorum með í Covidinu og pössum að leikmenn séu ekki að hittast. Við gefum þeim frí á morgun og reynum að halda þeim í sundur svo við missum ekki fleiri í veikindi."

Samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net virðast menn hafa veikst eftir að liðið fékk sér súpu saman í aðdraganda leiksins.



Félagaskiptaglugginn opnaði í dag. Sögusagnir hafa verið uppi um að Grétar Snær Gunnarsson og Aron Snær Friðriksson séu á förum frá KR. Á Rúnar von á miklum breytingum? "Nei ég á ekki von á breytingum Grétar er eina spurningamerkið. Að öðru leyti er enginn á leið út frá okkur af þeim leikmönnum sem eru að spila reglulega. Það fara kannski einhverjir ungir leikmenn í KV eða eitthvað slíkt. Aron er ekki að fara neitt. Grétar er eini leikmaðurinn sem gæti farið. Ef FH fær leyfi til að sækja hann núna þá fer hann. Ef ekki verður hann bara hjá okkur nema einhver vilji fá hann lánaðan. 

En koma leikmenn inn? "Við höfum verið í einstaka viðræðum en það er erfitt á þessum tímapunkti."

Allt viðtalið við Rúnar má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner