Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   fim 18. ágúst 2022 21:48
Jón Már Ferro
Rúnar Páll: Hulin ráðgáta hvernig þeir fóru að því
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já þetta stóð tæpt hérna í lokin, en algjör einstefna í þessum leik í sjálfu sér. Þeir komast varla yfir miðju í fyrri hálfleik, við fengum 8, 9, 10 færi í fyrri hálfleik sem við áttum bara að skora úr. Þvílíkir yfirburðir þannig séð. Sama með seinni hálfleikinn, þeir skora einhver mörk þarna 3 mörk sem er einhver hulin ráðgáta hvernig þeir fóru að því," sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, eftir 4-3 sigur á móti Selfossi á Würth vellinum í Árbæ.


Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  3 Selfoss

Spilum frábæran fótbolta og létum boltann ganga vel. Héldum mikið í boltann og vorum bara stórhættulegir. Ég er stoltur af drengjunum."

"Þetta snýst alltaf um hausinn á mönnum, hvernig menn koma inn í æfingavikuna, hvernig menn koma inn í þessa leiki. Þetta er ekkert komið fyrr en það er komið," sagði Rúnar Páll brattur og hélt svo áfram að tala um framhaldið í deildinni.


Athugasemdir