Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 19. september 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney: Með svo margt sem hún getur kennt mér
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alveg ótrúlega góð tilfinning og mikið stolt sem fylgir því að vera kölluð inn í þennan hóp," segir markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún er í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum.

Kom það á óvart að vera valin?

„Já, að einhverju leyti. Svo er staðan nokkuð opin þannig að það er gott að fá kallið."

Fanney, sem er 18 ára gömul, fékk traustið fyrir tímabilið hjá Íslandsmeisturum Vals og hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu í Bestu deildinni. „Ég er búin að læra ógeðslega mikið á því að spila með öllum þessum stelpum, og að fá að spila mikið af leikjum."

„Það er alltaf góð tilfinning að fá traustið og finna fyrir traustið, bæði frá liðinu og þjálfarateyminu... það er mjög góð tilfinning líka að bæta ártali á vegginn og fá að lyfta bikarnum í lok móts."

Sandra sneri aftur
Fanney fékk traustið eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Sandra hafði verið landsliðsmarkvörður og staðið sig frábærlega með bæði landsliðinu og Val á síðasta ári. Hún ákvað að taka hanskana aftur fram af hillunni nýverið og er núna mætt aftur í landsliðið eftir að hafa veitt Fanneyju samkeppni í Val undanfarnar vikur.

„Það er frábært að æfa með henni og frábært að læra af henni. Hún er með ótrúlega mikla reynslu og ég reyni af tína hana til mín hægt og rólega," segir Fanney um Söndru.

„Það er alltaf smá pressa en þá verður maður bara að standa sig til að fá að spila. Það er frábært að læra af henni. Hún er með svo margt sem hún getur kennt mér. Það er mjög gaman að fá að vita af því. Hún er frábær fyrirmynd og allt sem hún gerir er upp á tíu. Það er frábært að fá svona góða fyrirmynd til að eltast við."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner