Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 19. september 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney: Með svo margt sem hún getur kennt mér
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alveg ótrúlega góð tilfinning og mikið stolt sem fylgir því að vera kölluð inn í þennan hóp," segir markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún er í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum.

Kom það á óvart að vera valin?

„Já, að einhverju leyti. Svo er staðan nokkuð opin þannig að það er gott að fá kallið."

Fanney, sem er 18 ára gömul, fékk traustið fyrir tímabilið hjá Íslandsmeisturum Vals og hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu í Bestu deildinni. „Ég er búin að læra ógeðslega mikið á því að spila með öllum þessum stelpum, og að fá að spila mikið af leikjum."

„Það er alltaf góð tilfinning að fá traustið og finna fyrir traustið, bæði frá liðinu og þjálfarateyminu... það er mjög góð tilfinning líka að bæta ártali á vegginn og fá að lyfta bikarnum í lok móts."

Sandra sneri aftur
Fanney fékk traustið eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Sandra hafði verið landsliðsmarkvörður og staðið sig frábærlega með bæði landsliðinu og Val á síðasta ári. Hún ákvað að taka hanskana aftur fram af hillunni nýverið og er núna mætt aftur í landsliðið eftir að hafa veitt Fanneyju samkeppni í Val undanfarnar vikur.

„Það er frábært að æfa með henni og frábært að læra af henni. Hún er með ótrúlega mikla reynslu og ég reyni af tína hana til mín hægt og rólega," segir Fanney um Söndru.

„Það er alltaf smá pressa en þá verður maður bara að standa sig til að fá að spila. Það er frábært að læra af henni. Hún er með svo margt sem hún getur kennt mér. Það er mjög gaman að fá að vita af því. Hún er frábær fyrirmynd og allt sem hún gerir er upp á tíu. Það er frábært að fá svona góða fyrirmynd til að eltast við."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner