Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
banner
   þri 19. september 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney: Með svo margt sem hún getur kennt mér
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alveg ótrúlega góð tilfinning og mikið stolt sem fylgir því að vera kölluð inn í þennan hóp," segir markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún er í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum.

Kom það á óvart að vera valin?

„Já, að einhverju leyti. Svo er staðan nokkuð opin þannig að það er gott að fá kallið."

Fanney, sem er 18 ára gömul, fékk traustið fyrir tímabilið hjá Íslandsmeisturum Vals og hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu í Bestu deildinni. „Ég er búin að læra ógeðslega mikið á því að spila með öllum þessum stelpum, og að fá að spila mikið af leikjum."

„Það er alltaf góð tilfinning að fá traustið og finna fyrir traustið, bæði frá liðinu og þjálfarateyminu... það er mjög góð tilfinning líka að bæta ártali á vegginn og fá að lyfta bikarnum í lok móts."

Sandra sneri aftur
Fanney fékk traustið eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Sandra hafði verið landsliðsmarkvörður og staðið sig frábærlega með bæði landsliðinu og Val á síðasta ári. Hún ákvað að taka hanskana aftur fram af hillunni nýverið og er núna mætt aftur í landsliðið eftir að hafa veitt Fanneyju samkeppni í Val undanfarnar vikur.

„Það er frábært að æfa með henni og frábært að læra af henni. Hún er með ótrúlega mikla reynslu og ég reyni af tína hana til mín hægt og rólega," segir Fanney um Söndru.

„Það er alltaf smá pressa en þá verður maður bara að standa sig til að fá að spila. Það er frábært að læra af henni. Hún er með svo margt sem hún getur kennt mér. Það er mjög gaman að fá að vita af því. Hún er frábær fyrirmynd og allt sem hún gerir er upp á tíu. Það er frábært að fá svona góða fyrirmynd til að eltast við."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner