Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 19. september 2023 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fanney: Með svo margt sem hún getur kennt mér
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Fanney á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Það er alveg ótrúlega góð tilfinning og mikið stolt sem fylgir því að vera kölluð inn í þennan hóp," segir markvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir í samtali við Fótbolta.net. Hún er í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðshópnum.

Kom það á óvart að vera valin?

„Já, að einhverju leyti. Svo er staðan nokkuð opin þannig að það er gott að fá kallið."

Fanney, sem er 18 ára gömul, fékk traustið fyrir tímabilið hjá Íslandsmeisturum Vals og hefur staðið sig gríðarlega vel með liðinu í Bestu deildinni. „Ég er búin að læra ógeðslega mikið á því að spila með öllum þessum stelpum, og að fá að spila mikið af leikjum."

„Það er alltaf góð tilfinning að fá traustið og finna fyrir traustið, bæði frá liðinu og þjálfarateyminu... það er mjög góð tilfinning líka að bæta ártali á vegginn og fá að lyfta bikarnum í lok móts."

Sandra sneri aftur
Fanney fékk traustið eftir að Sandra Sigurðardóttir lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil. Sandra hafði verið landsliðsmarkvörður og staðið sig frábærlega með bæði landsliðinu og Val á síðasta ári. Hún ákvað að taka hanskana aftur fram af hillunni nýverið og er núna mætt aftur í landsliðið eftir að hafa veitt Fanneyju samkeppni í Val undanfarnar vikur.

„Það er frábært að æfa með henni og frábært að læra af henni. Hún er með ótrúlega mikla reynslu og ég reyni af tína hana til mín hægt og rólega," segir Fanney um Söndru.

„Það er alltaf smá pressa en þá verður maður bara að standa sig til að fá að spila. Það er frábært að læra af henni. Hún er með svo margt sem hún getur kennt mér. Það er mjög gaman að fá að vita af því. Hún er frábær fyrirmynd og allt sem hún gerir er upp á tíu. Það er frábært að fá svona góða fyrirmynd til að eltast við."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner