Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 20. mars 2025 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Skrítið að segja það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson segist geta tekið margt jákvætt úr 2-1 tapinu gegn Kósóvó í Þjóðadeildarumspilinu í kvöld en að það þurfi að fara yfir ýmsa hluti fyrir næsta leik.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð vel spilandi og átti Ísland góðan séns á að vinna leikinn svo lengi sem liðið héldi áfram á svipuðum nótum.

Það varð hins vegar ekki raunin og gekk mjög illa að ná stjórn á leiknum. Niðurstaðan var 2-1 tap, sem er þó enginn heimsendir fyrir síðari leikinn.

„Svona, fyrri hálfleikurinn fínn. Mér fannst við vera með fín tök á honum og færa boltann hraðar en í seinni hálfleik. Við vorum að komast bakvið þá og í svæðin sem við lögðum upp með, en seinni hálfleikur ekki nógu góður. Margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik en margt sem við eigum eftir að fara yfir. Ég hef trú á því að það verði videofundur á morgun og þar verður farið yfir það sem betur má gera. Heilt yfir, við fengum færi og þeir líka, en fyrri hálfleikur góður,“ sagði Aron við Fótbolta.net

Hvað vantaði upp á þessar 15-20 mínútur í byrjun síðari?

„Fannst við vera smá á hælunum og töpuðum boltanum á slæmum stöðum. Við verðum að læra það að það verður ekkert panikk þegar þessir hlutir gerast heldur bregðast fyrr við og vera klárir. Eins og ég segi þá held ég að við höfum mætt út í seinni hálfleik á hælunum og það þarf að laga og svo smáatriði sem mega betur fara,“ sagði Aron sem var sammála því að þegar á heildina er litið hafi 2-1 verið nokkuð vel sloppið.

„Ég var svekktur með að við værum að tapa boltanum á hættulegum stöðum í lokin. Það er betra, úr því sem komið var betra að fara með 2-1 tap — skrítið að segja það — í heimaleikinn en 3-1. Sverrir bjargaði okkur með glæsilegri tæklingu. Úr því sem komið 2-1, fyrri hálfleikurinn búinn og þurfum að vinna seinni til þess að halda okkur í deildinni.“

Aron spilaði í þriggja manna miðvarðakerfi með Guðlaugi Victori Pálssyni og Sverri Inga Ingasyni. Honum fannst ganga vel að spila við hlið þeirra.

„Bara vel. Við erum að læra inn á nýtt leikkerfi þó að við séum reynslumiklir þá tekur alveg tíma að breyta ýmsu. Breyta hlaupum, hvert maður spilar boltanum og annað. Það tekur alveg jafn mikinn tíma fyrir okkur eins og hina að venjast leikkerfi en heilt yfir allt í lagi. Þeir voru smá að svindla fannst mér og voru stundum komnir með fimm upp í okkar fjögurra manna línu. Við náðum að leysa það mjög vel í fyrri hálfleik en þeir fengu líka sín færi og það verður farið yfir það.“

Núna verður farið yfir leikinn í kvöld og reynt að gera betur í seinni leiknum sem fer fram á sunnudag í Murcia.

„Algjörlega. Við förum yfir það sem betur má gera og þurfum að vera snöggir. Þetta er landsliðsfótbolti og úrslitabolti. Við þurfum að ná í úrslit, svo einfalt er það. Ég hef fulla trú á liðinu og sýndum það á köflum þannig ég er jákvæður og bjartsýnn,“ sagði Aron í lokin.
Athugasemdir