Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   fim 20. mars 2025 23:57
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Skrítið að segja það
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson segist geta tekið margt jákvætt úr 2-1 tapinu gegn Kósóvó í Þjóðadeildarumspilinu í kvöld en að það þurfi að fara yfir ýmsa hluti fyrir næsta leik.

Lestu um leikinn: Kósovó 2 -  1 Ísland

Fyrri hálfleikurinn var nokkuð vel spilandi og átti Ísland góðan séns á að vinna leikinn svo lengi sem liðið héldi áfram á svipuðum nótum.

Það varð hins vegar ekki raunin og gekk mjög illa að ná stjórn á leiknum. Niðurstaðan var 2-1 tap, sem er þó enginn heimsendir fyrir síðari leikinn.

„Svona, fyrri hálfleikurinn fínn. Mér fannst við vera með fín tök á honum og færa boltann hraðar en í seinni hálfleik. Við vorum að komast bakvið þá og í svæðin sem við lögðum upp með, en seinni hálfleikur ekki nógu góður. Margt jákvætt sem hægt er að taka úr þessum leik en margt sem við eigum eftir að fara yfir. Ég hef trú á því að það verði videofundur á morgun og þar verður farið yfir það sem betur má gera. Heilt yfir, við fengum færi og þeir líka, en fyrri hálfleikur góður,“ sagði Aron við Fótbolta.net

Hvað vantaði upp á þessar 15-20 mínútur í byrjun síðari?

„Fannst við vera smá á hælunum og töpuðum boltanum á slæmum stöðum. Við verðum að læra það að það verður ekkert panikk þegar þessir hlutir gerast heldur bregðast fyrr við og vera klárir. Eins og ég segi þá held ég að við höfum mætt út í seinni hálfleik á hælunum og það þarf að laga og svo smáatriði sem mega betur fara,“ sagði Aron sem var sammála því að þegar á heildina er litið hafi 2-1 verið nokkuð vel sloppið.

„Ég var svekktur með að við værum að tapa boltanum á hættulegum stöðum í lokin. Það er betra, úr því sem komið var betra að fara með 2-1 tap — skrítið að segja það — í heimaleikinn en 3-1. Sverrir bjargaði okkur með glæsilegri tæklingu. Úr því sem komið 2-1, fyrri hálfleikurinn búinn og þurfum að vinna seinni til þess að halda okkur í deildinni.“

Aron spilaði í þriggja manna miðvarðakerfi með Guðlaugi Victori Pálssyni og Sverri Inga Ingasyni. Honum fannst ganga vel að spila við hlið þeirra.

„Bara vel. Við erum að læra inn á nýtt leikkerfi þó að við séum reynslumiklir þá tekur alveg tíma að breyta ýmsu. Breyta hlaupum, hvert maður spilar boltanum og annað. Það tekur alveg jafn mikinn tíma fyrir okkur eins og hina að venjast leikkerfi en heilt yfir allt í lagi. Þeir voru smá að svindla fannst mér og voru stundum komnir með fimm upp í okkar fjögurra manna línu. Við náðum að leysa það mjög vel í fyrri hálfleik en þeir fengu líka sín færi og það verður farið yfir það.“

Núna verður farið yfir leikinn í kvöld og reynt að gera betur í seinni leiknum sem fer fram á sunnudag í Murcia.

„Algjörlega. Við förum yfir það sem betur má gera og þurfum að vera snöggir. Þetta er landsliðsfótbolti og úrslitabolti. Við þurfum að ná í úrslit, svo einfalt er það. Ég hef fulla trú á liðinu og sýndum það á köflum þannig ég er jákvæður og bjartsýnn,“ sagði Aron í lokin.
Athugasemdir
banner
banner