Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 20. júní 2021 21:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Logi Ólafs: Þetta var skömminni skárra í seinni en samt ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara vonbrigði og svekkelsi að við skulum ekki hafa gert betur í dag og það eru svona fyrstu vonbrigðin, ég er afskaplega sár yfir niðurstöðunni og framgangi manna í leiknum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

„Við vorum hreinlega bara ekki nógu þéttir, við leyfðum þeim bara að spila sitt netta og þrönga spil og náðum ekkert að stoppa það almennilega og svo er helsta áhyggjuefnið þegar við fáum á okkur mark að við skulum ekki bregðast betur við og svo er komið 3-0 í hálfleik. Þetta var skömminni skárra í seinni hálfleik en samt ekki," sagði Logi þegar hann var spurður út í spilamennsku liðsins í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Eitt stig af síðustu 15 mögulegum, óttast Logi Ólafsson um starfið sitt hjá FH sem þjálfari liðsins?

„Nei, nei við bara finnum út úr því og ef svo er þá er það bara einhver niðurstaða sem menn verða bara að tala saman um. En við höldum áfram, ég er ekki þannig týpa sem hleypur í burtu."

Félagaskiptaglugginn opnar bráðum, sér Logi fram á styrkingar eða brottfarir hjá FH?

„Það er ekkert í kortunum á hvorugan háttinn, við erum að vísu með Ágúst Eðvald á láni til 1.júní og þau mál eru ekki alveg á hreinu. Það er enginn að koma og ég vona að það sé enginn að fara."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner