Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   þri 21. mars 2023 14:43
Elvar Geir Magnússon
München
Arnór Sig: Höfum haft heilt ár til að undirbúa okkur
Icelandair
Arnór Sigurðsson.
Arnór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er mjög vel stemmdur fyrir leik Íslands og Bosníu/Hersegóvínu sem fram fer í Zenica á fimmtudagskvöld. Arnór ræddi við Fótbolta.net í München í dag en þar fer undirbúningur íslenska liðsins fram.

„Það er geggjað að undankeppnin sé að byrja, mikilvægir leikir og mikið undir. Liðið er vel gírað og það er ég líka," segir Arnór.

„Það eru margir í okkar hóp að spila mikið og spila vel. Það er stór plús fyrir þetta verkefni að við séum með menn í fantaformi."

„Ég veit að við erum vel gíraðir og vel stemmdir í þetta. Við höfðum eiginlega allt árið í fyrra til að undirbúa okkur undir þetta. Ég held að liðið gæti ekki verið á betri stað en í dag."

„Við förum inn í alla leiki til að vinna þá. Það er ekki spurning. Þetta verður barátta og þolinmæði. Við verðum að vera tilbúnir í það. Við verðum að vera með kassann úti og hafa trú á því sem við erum að gera. Við erum með flottan hóp og við erum í riðli sem gefur okkur góða möguleika. Þetta snýst um að ná í úrslit og það byrjar núna á fimmtudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar Arnór meðal annars um tímabilið framundan hjá Íslendingaliðinu Norrköping í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner