Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 21. júlí 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Fylki á Samsungvellinum í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri hluta töflunnar. Það var þolinmæðisverk en Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Frábær leikur. Mér fannst við spila vel bæði sóknarlega og varnarlega. Það var gott jafnvægi í liðinu og ég er bara virkilega ánægður. Mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vissum að þeir myndu ekki koma og pressa okkur og þeir eru þéttir og myndu bíða eftir að fá boltann frá okkur og örugglega helst klaufalega. Við gerðum það í nokkru skipti í leiknum sem er ekki klókt og við þurfum aðeins að passa upp á það. Við spiluðum nokkrum sinnum upp í hendurnar á þeim."

„Við ræddum það fyrir leik og við ræddum það í hálfleik að halda fókus og vera þolinmóðir en halda líka tempói og vissum að það var það sem þyrfti og auðvitað vissum við að við hefðum það sem þyrfti til þess að klára það."

Stjörnumenn eru að spila í Evrópukeppni og stutt á milli leikja en það var ekki að sjá neina Evrópuþynnku í kvöld.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda tempói og vera sharp. Það skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild við viljum bara halda áfram að verða betri og það er búið að vera mjög mikill stígandi hjá okkur undanfarið í nokkrum leikjum sem við erun ánægðir með og það verður bara að halda áfram í hverjum einasta leik. Það verður auðvelt að gíra menn upp á fimmtudaginn en svo kemur leikur á sunnudaginn þar sem við þurfum að vera klárir aftur í svona frammistöðu."

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner