Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   sun 21. júlí 2024 22:01
Stefán Marteinn Ólafsson
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stjörnumenn tóku á móti Fylki á Samsungvellinum í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Stjarnan gat með sigri í kvöld lyft sér upp í efri hluta töflunnar. Það var þolinmæðisverk en Stjörnumenn fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Fylkir

„Frábær leikur. Mér fannst við spila vel bæði sóknarlega og varnarlega. Það var gott jafnvægi í liðinu og ég er bara virkilega ánægður. Mér fannst þetta frábær leikur hjá okkur." Sagði Jökull I. Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir sigurinn í kvöld.

„Við vissum að þeir myndu ekki koma og pressa okkur og þeir eru þéttir og myndu bíða eftir að fá boltann frá okkur og örugglega helst klaufalega. Við gerðum það í nokkru skipti í leiknum sem er ekki klókt og við þurfum aðeins að passa upp á það. Við spiluðum nokkrum sinnum upp í hendurnar á þeim."

„Við ræddum það fyrir leik og við ræddum það í hálfleik að halda fókus og vera þolinmóðir en halda líka tempói og vissum að það var það sem þyrfti og auðvitað vissum við að við hefðum það sem þyrfti til þess að klára það."

Stjörnumenn eru að spila í Evrópukeppni og stutt á milli leikja en það var ekki að sjá neina Evrópuþynnku í kvöld.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda tempói og vera sharp. Það skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild við viljum bara halda áfram að verða betri og það er búið að vera mjög mikill stígandi hjá okkur undanfarið í nokkrum leikjum sem við erun ánægðir með og það verður bara að halda áfram í hverjum einasta leik. Það verður auðvelt að gíra menn upp á fimmtudaginn en svo kemur leikur á sunnudaginn þar sem við þurfum að vera klárir aftur í svona frammistöðu."

Nánar er rætt við Jökul I. Elísabetarson þjálfara Stjörnunnar í spilaranum hér fyrir ofan. 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir