Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   lau 21. september 2019 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Karl: Klárt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hundfúl. Við vildum meira og vildum gera betur. Þetta er fótbolti, þú færð það sem þú átt skilið," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 tap á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni - Viðtalið er með lengra móti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik var Stjarnan talsvert sterkara liðið. KR hafði aftur á móti spilað betur í fyrri hálfleiknum.

„Við sköpum mikið af færum í fyrri hálfleik. Við nýtum okkur svæði sem Stjarnan býður okkur upp á með sinni nálgun. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. Stjarnan endurskipuleggur sig í hálfleik og kemur mjög sterk út og spiluðu vel upp á okkar veikleika."

„Mér fannst vanta neista í stöðunni 2-1. Í staðinn fyrir að við rífum okkur upp í þeirri stöðu þá efldist Stjarnan og við eigum ekki "breik" í þær eftir það."

„Það sem gerist í seinni hálfleiknum er það að leikmenn urðu fullrólegar á boltann og í staðinn fyrir að treysta hvor annarri þá förum við að leita að einhverjum opnunum sem voru ekki til staðar."

Jóhannes var í kjölfarið spurður út í tímabilið í heild sinni.

„Ég myndi segja að það hafi verið stígandi í KR liðinu í sumar. Árangurinn er betri en í fyrra. Það er alveg klárt samt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur en það vonandi byrjar bara núna."

„Það gaf þessu svolítið gildi að komast í bikarúrslitaleikinn. Það er það jákvæðasta ásamt því að leikmenn gáfust aldrei upp þrátt fyrir vonda stöðu á tímabili."

„Mestu vonbrigðin eru að enda þetta á tveimur töpum. Ég er hundfúll með það ef leikmenn KR eru í alvörunni sáttir búnir að bjarga sér frá falli. Hungrið verður að vera meira ef við ætlum að taka næsta skref."

Framtíð Kalla var svo næst til umfræðu.

„Framtíðin mun skýrast á næstu dögum. Ég hef vilja til að halda áfram. Það hefur verið gaman að koma aftur. Maður er háður þessu og þegar maður er kominn af stað þá vill maður gera meira."

Umræðan endaði með leikmannavangaveltum fyrir komandi leiktíð sem og hvað Kalli ætlar að gera með KR liðið ef hann fær að halda áfram með liðið.
Athugasemdir