Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
banner
   lau 21. september 2019 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Karl: Klárt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hundfúl. Við vildum meira og vildum gera betur. Þetta er fótbolti, þú færð það sem þú átt skilið," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 tap á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni - Viðtalið er með lengra móti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik var Stjarnan talsvert sterkara liðið. KR hafði aftur á móti spilað betur í fyrri hálfleiknum.

„Við sköpum mikið af færum í fyrri hálfleik. Við nýtum okkur svæði sem Stjarnan býður okkur upp á með sinni nálgun. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. Stjarnan endurskipuleggur sig í hálfleik og kemur mjög sterk út og spiluðu vel upp á okkar veikleika."

„Mér fannst vanta neista í stöðunni 2-1. Í staðinn fyrir að við rífum okkur upp í þeirri stöðu þá efldist Stjarnan og við eigum ekki "breik" í þær eftir það."

„Það sem gerist í seinni hálfleiknum er það að leikmenn urðu fullrólegar á boltann og í staðinn fyrir að treysta hvor annarri þá förum við að leita að einhverjum opnunum sem voru ekki til staðar."

Jóhannes var í kjölfarið spurður út í tímabilið í heild sinni.

„Ég myndi segja að það hafi verið stígandi í KR liðinu í sumar. Árangurinn er betri en í fyrra. Það er alveg klárt samt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur en það vonandi byrjar bara núna."

„Það gaf þessu svolítið gildi að komast í bikarúrslitaleikinn. Það er það jákvæðasta ásamt því að leikmenn gáfust aldrei upp þrátt fyrir vonda stöðu á tímabili."

„Mestu vonbrigðin eru að enda þetta á tveimur töpum. Ég er hundfúll með það ef leikmenn KR eru í alvörunni sáttir búnir að bjarga sér frá falli. Hungrið verður að vera meira ef við ætlum að taka næsta skref."

Framtíð Kalla var svo næst til umfræðu.

„Framtíðin mun skýrast á næstu dögum. Ég hef vilja til að halda áfram. Það hefur verið gaman að koma aftur. Maður er háður þessu og þegar maður er kominn af stað þá vill maður gera meira."

Umræðan endaði með leikmannavangaveltum fyrir komandi leiktíð sem og hvað Kalli ætlar að gera með KR liðið ef hann fær að halda áfram með liðið.
Athugasemdir
banner