Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 21. september 2019 17:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes Karl: Klárt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur
Kvenaboltinn
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Jóhannes Karl á hliðarlínuni í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er hundfúl. Við vildum meira og vildum gera betur. Þetta er fótbolti, þú færð það sem þú átt skilið," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari KR, eftir 3-1 tap á útivelli gegn Stjörnunni í lokaumferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 1 KR.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni - Viðtalið er með lengra móti.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik var Stjarnan talsvert sterkara liðið. KR hafði aftur á móti spilað betur í fyrri hálfleiknum.

„Við sköpum mikið af færum í fyrri hálfleik. Við nýtum okkur svæði sem Stjarnan býður okkur upp á með sinni nálgun. Mér fannst við sterkari í fyrri hálfleik. Stjarnan endurskipuleggur sig í hálfleik og kemur mjög sterk út og spiluðu vel upp á okkar veikleika."

„Mér fannst vanta neista í stöðunni 2-1. Í staðinn fyrir að við rífum okkur upp í þeirri stöðu þá efldist Stjarnan og við eigum ekki "breik" í þær eftir það."

„Það sem gerist í seinni hálfleiknum er það að leikmenn urðu fullrólegar á boltann og í staðinn fyrir að treysta hvor annarri þá förum við að leita að einhverjum opnunum sem voru ekki til staðar."

Jóhannes var í kjölfarið spurður út í tímabilið í heild sinni.

„Ég myndi segja að það hafi verið stígandi í KR liðinu í sumar. Árangurinn er betri en í fyrra. Það er alveg klárt samt að KR sem klúbbur þarf að gera miklu miklu betur en það vonandi byrjar bara núna."

„Það gaf þessu svolítið gildi að komast í bikarúrslitaleikinn. Það er það jákvæðasta ásamt því að leikmenn gáfust aldrei upp þrátt fyrir vonda stöðu á tímabili."

„Mestu vonbrigðin eru að enda þetta á tveimur töpum. Ég er hundfúll með það ef leikmenn KR eru í alvörunni sáttir búnir að bjarga sér frá falli. Hungrið verður að vera meira ef við ætlum að taka næsta skref."

Framtíð Kalla var svo næst til umfræðu.

„Framtíðin mun skýrast á næstu dögum. Ég hef vilja til að halda áfram. Það hefur verið gaman að koma aftur. Maður er háður þessu og þegar maður er kominn af stað þá vill maður gera meira."

Umræðan endaði með leikmannavangaveltum fyrir komandi leiktíð sem og hvað Kalli ætlar að gera með KR liðið ef hann fær að halda áfram með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner