Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.
"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.
"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 FH
FH-ingar skoruðu 4 mörk á 20 mínútna kafla, hvað fannst Eiði gerast þar hjá hans mönnum?
"Við náðum að pressa Fylkismennina aðeins framar svo er mjög þægilegt að skora mark úr föstu leikatriði sem kom okkur enn betur inn í leikinn og í rauninni að fá annað og þriðja markið með svona stuttu millibili klárar leikinn fyrir okkur í dag, við fáum jú á okkur mark en skorum svo stuttu eftir það þannig mér fannst við aldrei lenda undir mikilli pressu"
Arnór Borg Guðjohnsen leikmaður Fylkis og litli bróðir Eiðs spilaði allar 90 mínuturnar í dag, hvernig fannst Eiði að spila gegn honum?
"Bara yndislegt, ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt bara meðan að við vinnum"
Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir