Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 21. september 2020 21:44
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Fannst við aldrei lenda undir pressu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.

"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

FH-ingar skoruðu 4 mörk á 20 mínútna kafla, hvað fannst Eiði gerast þar hjá hans mönnum?

"Við náðum að pressa Fylkismennina aðeins framar svo er mjög þægilegt að skora mark úr föstu leikatriði sem kom okkur enn betur inn í leikinn og í rauninni að fá annað og þriðja markið með svona stuttu millibili klárar leikinn fyrir okkur í dag, við fáum jú á okkur mark en skorum svo stuttu eftir það þannig mér fannst við aldrei lenda undir mikilli pressu"

Arnór Borg Guðjohnsen leikmaður Fylkis og litli bróðir Eiðs spilaði allar 90 mínuturnar í dag, hvernig fannst Eiði að spila gegn honum?

"Bara yndislegt, ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt bara meðan að við vinnum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner