Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   mán 21. september 2020 21:44
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Fannst við aldrei lenda undir pressu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.

"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

FH-ingar skoruðu 4 mörk á 20 mínútna kafla, hvað fannst Eiði gerast þar hjá hans mönnum?

"Við náðum að pressa Fylkismennina aðeins framar svo er mjög þægilegt að skora mark úr föstu leikatriði sem kom okkur enn betur inn í leikinn og í rauninni að fá annað og þriðja markið með svona stuttu millibili klárar leikinn fyrir okkur í dag, við fáum jú á okkur mark en skorum svo stuttu eftir það þannig mér fannst við aldrei lenda undir mikilli pressu"

Arnór Borg Guðjohnsen leikmaður Fylkis og litli bróðir Eiðs spilaði allar 90 mínuturnar í dag, hvernig fannst Eiði að spila gegn honum?

"Bara yndislegt, ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt bara meðan að við vinnum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir