Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   mán 21. september 2020 21:44
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Fannst við aldrei lenda undir pressu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við Fylkir og FH í 17. umferð Pepsi-Max deild karla en þar enduðu leikar með öruggum 1-4 sigri FH-inga.

"Ég er virkilega sáttur, sáttur með frammistöðuna, byrjuðum leikinn mjög vel fannst mér, sköpuðum okkur þó nokkuð af hálf færum, svo komum við út í seinni hálfleikinn og náðum bara klára þetta á stuttum kafla sem var ánægjulegt" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

FH-ingar skoruðu 4 mörk á 20 mínútna kafla, hvað fannst Eiði gerast þar hjá hans mönnum?

"Við náðum að pressa Fylkismennina aðeins framar svo er mjög þægilegt að skora mark úr föstu leikatriði sem kom okkur enn betur inn í leikinn og í rauninni að fá annað og þriðja markið með svona stuttu millibili klárar leikinn fyrir okkur í dag, við fáum jú á okkur mark en skorum svo stuttu eftir það þannig mér fannst við aldrei lenda undir mikilli pressu"

Arnór Borg Guðjohnsen leikmaður Fylkis og litli bróðir Eiðs spilaði allar 90 mínuturnar í dag, hvernig fannst Eiði að spila gegn honum?

"Bara yndislegt, ég vil að honum gangi sem best og ég hefði sennilega fyrirgefið honum ef hann hefði skorað eitt bara meðan að við vinnum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner