Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mán 22. apríl 2024 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja.
Vigdís Lilja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var geggjaður leikur í dag og geggjað veður," sagði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eftir sigur Breiðabliks á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag, 3-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Mér fannst þetta byrja erfiðlega en við unnum okkur í gegnum það og spiluðum vel restina af leiknum," hélt hún áfram en fannst henni Keflavíkurliðið betra en hún átti von á?

„Já, þær komu af mjög miklum krafti inn í leikinn og sýndu mjög mikinn hraða fram á við. Mér fannst þær flottar."

Vigdís Edda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag en hún spilaði í framlínunni.

„Það er geggjað að byrja sumarið vel, ég ætla að gera það sem ég get í sumar og stefnan er að fá að spila frammi og setja eins mörg mörk og ég get," sagði hún en er hún að hugsa um gullskó?

„Kannski svolítið, afhverju ekki?" sagði hún.

Frekar er rætt við Vigdísi í spilaranum að ofan en þar ræðir hún breytingarnar á liðinu og segir:

„Mér finnst margar mjög flottar hafa komið inn í liðið síðan í fyrra, við erum líka búnar að missa góða leikmenn en þær sem koma í staðinn góðar líka."

Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur. Vigdís er ánægð með hann.

„Mér finnst hann geggjaður. Það eru settar kröfur á mig og ef ég geri mistök þá er bara áfram, áfram, áfram, sama hvað. Hann er kröfuharður en sanngjarn."
Athugasemdir
banner
banner
banner