Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
banner
   sun 22. júlí 2018 21:54
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Við erum þar sem við viljum vera
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var mjög kátur eftir leik og sagði magnað að vinna 4-1 sigur á sterku FH liði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Þetta var frábært, við nýtum okkar skyndisóknir vel, þvílík gæði í liðinu og þvílik vinnusemi sem skilar þessum þremur stigum og 4-1 sigur er alveg magnað."

Thomas Mikkelsen er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í tveimur leikjum hjá Blikunum og Gústi sagði hann koma virkilega vel inn í liðið og sé frábær liðsstyrkur.

„Frábær innkoma hjá honum, búinn að standa sig rosalega vel hjá okkur. Hann kemur með kraft í liðið og allt liðið stígur upp og liðsheildin skilaði þessum sigri í dag."

Breiðablik eru núna 3 stigum frá toppliði Vals og Gústi segir að það sé auðvitað markmiðið að berjast um titilinn.

„Við erum í toppbaráttunni, það er það sem við vildum fyrir mót að vera að berjast á toppnum á þessum tímapunkti í mótinu. Við erum þar og verðum bara að halda áfram."

Elfar Freyr Helgason er búinn að vera meiddur en ætti að vera klár eftir 1-2 vikur segir Gústi sem býst ekki við að bæta við leikmannahóp sinn í glugganum.

„Elfar er byrjaður aðeins að æfa með okkur og verður tilbúinn eftir eina til tvær vikur vonandi. Eins og staðan er núna erum við sáttir við leikmannahópinn eins og hann er en maður veit aldrei hvað gerist."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner