Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 22. júlí 2018 21:54
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Við erum þar sem við viljum vera
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var mjög kátur eftir leik og sagði magnað að vinna 4-1 sigur á sterku FH liði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Þetta var frábært, við nýtum okkar skyndisóknir vel, þvílík gæði í liðinu og þvílik vinnusemi sem skilar þessum þremur stigum og 4-1 sigur er alveg magnað."

Thomas Mikkelsen er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í tveimur leikjum hjá Blikunum og Gústi sagði hann koma virkilega vel inn í liðið og sé frábær liðsstyrkur.

„Frábær innkoma hjá honum, búinn að standa sig rosalega vel hjá okkur. Hann kemur með kraft í liðið og allt liðið stígur upp og liðsheildin skilaði þessum sigri í dag."

Breiðablik eru núna 3 stigum frá toppliði Vals og Gústi segir að það sé auðvitað markmiðið að berjast um titilinn.

„Við erum í toppbaráttunni, það er það sem við vildum fyrir mót að vera að berjast á toppnum á þessum tímapunkti í mótinu. Við erum þar og verðum bara að halda áfram."

Elfar Freyr Helgason er búinn að vera meiddur en ætti að vera klár eftir 1-2 vikur segir Gústi sem býst ekki við að bæta við leikmannahóp sinn í glugganum.

„Elfar er byrjaður aðeins að æfa með okkur og verður tilbúinn eftir eina til tvær vikur vonandi. Eins og staðan er núna erum við sáttir við leikmannahópinn eins og hann er en maður veit aldrei hvað gerist."
Athugasemdir
banner