Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   sun 22. júlí 2018 21:54
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Við erum þar sem við viljum vera
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var mjög kátur eftir leik og sagði magnað að vinna 4-1 sigur á sterku FH liði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Þetta var frábært, við nýtum okkar skyndisóknir vel, þvílík gæði í liðinu og þvílik vinnusemi sem skilar þessum þremur stigum og 4-1 sigur er alveg magnað."

Thomas Mikkelsen er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í tveimur leikjum hjá Blikunum og Gústi sagði hann koma virkilega vel inn í liðið og sé frábær liðsstyrkur.

„Frábær innkoma hjá honum, búinn að standa sig rosalega vel hjá okkur. Hann kemur með kraft í liðið og allt liðið stígur upp og liðsheildin skilaði þessum sigri í dag."

Breiðablik eru núna 3 stigum frá toppliði Vals og Gústi segir að það sé auðvitað markmiðið að berjast um titilinn.

„Við erum í toppbaráttunni, það er það sem við vildum fyrir mót að vera að berjast á toppnum á þessum tímapunkti í mótinu. Við erum þar og verðum bara að halda áfram."

Elfar Freyr Helgason er búinn að vera meiddur en ætti að vera klár eftir 1-2 vikur segir Gústi sem býst ekki við að bæta við leikmannahóp sinn í glugganum.

„Elfar er byrjaður aðeins að æfa með okkur og verður tilbúinn eftir eina til tvær vikur vonandi. Eins og staðan er núna erum við sáttir við leikmannahópinn eins og hann er en maður veit aldrei hvað gerist."
Athugasemdir
banner