Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   sun 22. júlí 2018 21:54
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Við erum þar sem við viljum vera
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Sterk 3 stig hjá Gústa í kvöld
Mynd: Raggi Óla
Breiðablik vann stórsigur á FH á Kópavogsvelli í kvöld, 4-1 sigur og eru jafnir Stjörnunni í 2.-3.sæti deildarinnar eftir 13 umferðir. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks var mjög kátur eftir leik og sagði magnað að vinna 4-1 sigur á sterku FH liði.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 FH

„Þetta var frábært, við nýtum okkar skyndisóknir vel, þvílík gæði í liðinu og þvílik vinnusemi sem skilar þessum þremur stigum og 4-1 sigur er alveg magnað."

Thomas Mikkelsen er kominn með tvö mörk og eina stoðsendingu í tveimur leikjum hjá Blikunum og Gústi sagði hann koma virkilega vel inn í liðið og sé frábær liðsstyrkur.

„Frábær innkoma hjá honum, búinn að standa sig rosalega vel hjá okkur. Hann kemur með kraft í liðið og allt liðið stígur upp og liðsheildin skilaði þessum sigri í dag."

Breiðablik eru núna 3 stigum frá toppliði Vals og Gústi segir að það sé auðvitað markmiðið að berjast um titilinn.

„Við erum í toppbaráttunni, það er það sem við vildum fyrir mót að vera að berjast á toppnum á þessum tímapunkti í mótinu. Við erum þar og verðum bara að halda áfram."

Elfar Freyr Helgason er búinn að vera meiddur en ætti að vera klár eftir 1-2 vikur segir Gústi sem býst ekki við að bæta við leikmannahóp sinn í glugganum.

„Elfar er byrjaður aðeins að æfa með okkur og verður tilbúinn eftir eina til tvær vikur vonandi. Eins og staðan er núna erum við sáttir við leikmannahópinn eins og hann er en maður veit aldrei hvað gerist."
Athugasemdir
banner