Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 22. september 2019 17:40
Kristófer Jónsson
Skúli Jón: Gat ekki beðið um betri endi
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir KR í dag í 3-2 sigri gegn FH. Eftir leik tóku KR-ingar svo við Íslandsmeistarabikarnum. Skúli var að vonum í skýjunum með þennan endi hjá sér.

„Tilfinningin er geðveik. Við vissum náttúrulega að þetta væri á leiðinni þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Síðustu helgi var þetta kannski aðeins meiri gleði en samt sem áður ótrúlega gaman að lyfta þessu fyrir framan allt þetta fólk." sagði Skúli Jón eftir leikinn en KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðustu helgi eftir sigur gegn Val.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Eins og fyrr segir var þetta síðasti heimaleikur Skúla Jóns fyrir KR en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Ég gat ekki beðið um betri endi á þessu. Að gera þetta hérna á heimavelli fyrir framan allt þetta fólk og fá þessa skiptingu hérna í lokin er gjörsamlega frábært." sagði Skúli Jón en hann fékk heiðursskiptingu þegar að lítið var eftir af leiknum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri KR í dag og var Skúli Jón valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Við erum pínu á eftir í byrjun og kannski ekki alveg mættir. En við náum svo ágætis völdum á leiknum í stöðunni 2-1 og mér fannst í rauninni aldrei nein hætta á að við myndum ekki vinna hann." sagði Skúli Jón að lokum.

Nánar er rætt við Skúla Jón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner