Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   sun 22. september 2019 17:40
Kristófer Jónsson
Skúli Jón: Gat ekki beðið um betri endi
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir KR í dag í 3-2 sigri gegn FH. Eftir leik tóku KR-ingar svo við Íslandsmeistarabikarnum. Skúli var að vonum í skýjunum með þennan endi hjá sér.

„Tilfinningin er geðveik. Við vissum náttúrulega að þetta væri á leiðinni þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Síðustu helgi var þetta kannski aðeins meiri gleði en samt sem áður ótrúlega gaman að lyfta þessu fyrir framan allt þetta fólk." sagði Skúli Jón eftir leikinn en KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðustu helgi eftir sigur gegn Val.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Eins og fyrr segir var þetta síðasti heimaleikur Skúla Jóns fyrir KR en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Ég gat ekki beðið um betri endi á þessu. Að gera þetta hérna á heimavelli fyrir framan allt þetta fólk og fá þessa skiptingu hérna í lokin er gjörsamlega frábært." sagði Skúli Jón en hann fékk heiðursskiptingu þegar að lítið var eftir af leiknum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri KR í dag og var Skúli Jón valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Við erum pínu á eftir í byrjun og kannski ekki alveg mættir. En við náum svo ágætis völdum á leiknum í stöðunni 2-1 og mér fannst í rauninni aldrei nein hætta á að við myndum ekki vinna hann." sagði Skúli Jón að lokum.

Nánar er rætt við Skúla Jón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner