Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 22. september 2019 17:40
Kristófer Jónsson
Skúli Jón: Gat ekki beðið um betri endi
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir KR í dag í 3-2 sigri gegn FH. Eftir leik tóku KR-ingar svo við Íslandsmeistarabikarnum. Skúli var að vonum í skýjunum með þennan endi hjá sér.

„Tilfinningin er geðveik. Við vissum náttúrulega að þetta væri á leiðinni þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Síðustu helgi var þetta kannski aðeins meiri gleði en samt sem áður ótrúlega gaman að lyfta þessu fyrir framan allt þetta fólk." sagði Skúli Jón eftir leikinn en KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðustu helgi eftir sigur gegn Val.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Eins og fyrr segir var þetta síðasti heimaleikur Skúla Jóns fyrir KR en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Ég gat ekki beðið um betri endi á þessu. Að gera þetta hérna á heimavelli fyrir framan allt þetta fólk og fá þessa skiptingu hérna í lokin er gjörsamlega frábært." sagði Skúli Jón en hann fékk heiðursskiptingu þegar að lítið var eftir af leiknum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri KR í dag og var Skúli Jón valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Við erum pínu á eftir í byrjun og kannski ekki alveg mættir. En við náum svo ágætis völdum á leiknum í stöðunni 2-1 og mér fannst í rauninni aldrei nein hætta á að við myndum ekki vinna hann." sagði Skúli Jón að lokum.

Nánar er rætt við Skúla Jón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner