Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   sun 22. september 2019 17:40
Kristófer Jónsson
Skúli Jón: Gat ekki beðið um betri endi
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Skúli Jón leggur skóna á hilluna eftir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skúli Jón Friðgeirsson spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir KR í dag í 3-2 sigri gegn FH. Eftir leik tóku KR-ingar svo við Íslandsmeistarabikarnum. Skúli var að vonum í skýjunum með þennan endi hjá sér.

„Tilfinningin er geðveik. Við vissum náttúrulega að þetta væri á leiðinni þannig að þetta var aðeins öðruvísi. Síðustu helgi var þetta kannski aðeins meiri gleði en samt sem áður ótrúlega gaman að lyfta þessu fyrir framan allt þetta fólk." sagði Skúli Jón eftir leikinn en KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðustu helgi eftir sigur gegn Val.

Lestu um leikinn: KR 3 -  2 FH

Eins og fyrr segir var þetta síðasti heimaleikur Skúla Jóns fyrir KR en hann ætlar að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

„Ég gat ekki beðið um betri endi á þessu. Að gera þetta hérna á heimavelli fyrir framan allt þetta fólk og fá þessa skiptingu hérna í lokin er gjörsamlega frábært." sagði Skúli Jón en hann fékk heiðursskiptingu þegar að lítið var eftir af leiknum.

Leiknum lauk með 3-2 sigri KR í dag og var Skúli Jón valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

„Við erum pínu á eftir í byrjun og kannski ekki alveg mættir. En við náum svo ágætis völdum á leiknum í stöðunni 2-1 og mér fannst í rauninni aldrei nein hætta á að við myndum ekki vinna hann." sagði Skúli Jón að lokum.

Nánar er rætt við Skúla Jón í spilaranum að ofan.
Athugasemdir