Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fös 23. ágúst 2019 22:26
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Vissi í byrjun árs að við gætum þetta
Kvenaboltinn
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Nik stýrði Þrótturum upp um deild í kvöld og fékk í lok leik Pepsi Max bað frá leikmönnum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega glaður fyrir hönd stelpnanna, og stoltur af þeim. Ég vissi það í janúar, febrúar að við værum þess megnugar að geta unnið okkur upp um deild. Við höfum lagt mikið á okkur og ég er ótrúlega stoltur“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, en hann stýrði í kvöld liði sínu upp um deild með 4-0 útisigri á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 Þróttur R.

Leikmönnum Þróttar tókst illa að skapa sér færi gegn baráttuglöðum Skagakonum í fyrri hálfleik en sneru leiknum sér algjörlega í hag með magnaðri frammistöðu í seinni hálfleik.

„Við ræddum málin í hálfleik og ég sagði þeim bara að spila. Þær voru aðeins stressaðar og áttuðu sig ekki alveg á því hvað þær geta. Seinni hálfleikur var svo einn sá besti sem ég hef séð hjá liðinu. Hreyfingin á liðinu og spilamennskan. Þetta hefðu allt eins getað orðið 10 mörk,“ sagði Nik sem þakkar góðu sjálfstrausti fyrir árangurinn í sumar.

Fyrir mót spáðu þjálfarar og fyrirliðar í Inkasso-deildinni að Þróttur myndi enda í 3. sæti.

„Við höfum flogið svolítið undir radarnum en það er ágætt því þá höfum við getað spilað pressulaust. Það hefur lítið verið talað um okkur þar til fyrir nokkrum vikum og hér erum við. Eina liðið sem er búið að tryggja sér sæti í efstu deild.“

Nik segir þó að aðeins öðru markmiði liðsins sé lokið. Stefnan sé sett á að vinna deildina.

„Þetta er í okkar höndum og við getum unnið deildina heima á móti FH. Ef það gengur ekki þá vitum við að ef við vinnum tvo af þremur síðustu leikjum þá vinnum við deildina.“

Nánar er rætt við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner