Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 24. maí 2024 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut: Ég er ekki eins og Gylfi Sig
Kvenaboltinn
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, ég er mjög pirruð," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2 - 1 tap úti gegn Fylki í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Við spiluðum ágætlega og fengum góð tækifæri eftir horn til að skora tvö mörk í viðbót en það er svekkjandi að þetta fór ekki inn."

Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum áður en Fylkir minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og þá varð leikur úr þessu.

„Við vorum fínar í fyrri hálfleik þó svo við höfum fengið þessi mörk á okkur svo við ákváðum að halda í okkar og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik en þetta gekk ekki í dag. Við vorum í svekkt fram að lokamínútunni svo þetta er mjög pirrandi,
"
sagði hún.

Eva Rut skoraði mark Fylkis í leiknum beint úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.

„Ég hef skorað nokkur svona aukaspyrnumörk og ætla að halda áfram að gera það," asgði Eva Rut. „Ég hef gert þetta áður og veit að ég skora ef ég er í stuði. Það reynir enginn að taka aukaspyrnuna, þær vita að ég hef skorað áður svo ég tek bara boltann og enginn kvartar," sagði hún en hefur hún æft þetta mikið?

„Bæði og, ekkert alltof mikið. Ég æfi mig alveg en ég er ekki eins og Gylfi Sig í hálftíma eftir hverja æfingu. Það var geggjað að sjá hann inni."

Nánar er rætt við Evu Rut í spilaranum að ofan. Leikurinn fór fram í Miðgarði, fótboltahúsinu í Garðabæ en því var breytt í dag. Í gær þegar Eva Rut fór heim af æfingu stóð til að spila úti í stormveðrinu sem geysar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var alveg til í að spila í þessu veðri. Ég nennti ekki að fara að fresta fram á morgundaginn, en ég viðurkenni að ég varð glöð þegar ég sá að þetta ætti að verða inni. Leikurinn varð skemmtilegri og meiri gæði við að vera inni. Þetta hefði verið háloftabolti og vindurinn að spila inní," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner