Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   fös 24. maí 2024 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut: Ég er ekki eins og Gylfi Sig
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, ég er mjög pirruð," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2 - 1 tap úti gegn Fylki í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Við spiluðum ágætlega og fengum góð tækifæri eftir horn til að skora tvö mörk í viðbót en það er svekkjandi að þetta fór ekki inn."

Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum áður en Fylkir minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og þá varð leikur úr þessu.

„Við vorum fínar í fyrri hálfleik þó svo við höfum fengið þessi mörk á okkur svo við ákváðum að halda í okkar og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik en þetta gekk ekki í dag. Við vorum í svekkt fram að lokamínútunni svo þetta er mjög pirrandi,
"
sagði hún.

Eva Rut skoraði mark Fylkis í leiknum beint úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.

„Ég hef skorað nokkur svona aukaspyrnumörk og ætla að halda áfram að gera það," asgði Eva Rut. „Ég hef gert þetta áður og veit að ég skora ef ég er í stuði. Það reynir enginn að taka aukaspyrnuna, þær vita að ég hef skorað áður svo ég tek bara boltann og enginn kvartar," sagði hún en hefur hún æft þetta mikið?

„Bæði og, ekkert alltof mikið. Ég æfi mig alveg en ég er ekki eins og Gylfi Sig í hálftíma eftir hverja æfingu. Það var geggjað að sjá hann inni."

Nánar er rætt við Evu Rut í spilaranum að ofan. Leikurinn fór fram í Miðgarði, fótboltahúsinu í Garðabæ en því var breytt í dag. Í gær þegar Eva Rut fór heim af æfingu stóð til að spila úti í stormveðrinu sem geysar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var alveg til í að spila í þessu veðri. Ég nennti ekki að fara að fresta fram á morgundaginn, en ég viðurkenni að ég varð glöð þegar ég sá að þetta ætti að verða inni. Leikurinn varð skemmtilegri og meiri gæði við að vera inni. Þetta hefði verið háloftabolti og vindurinn að spila inní," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner