Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
   fös 24. maí 2024 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut: Ég er ekki eins og Gylfi Sig
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, ég er mjög pirruð," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2 - 1 tap úti gegn Fylki í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Við spiluðum ágætlega og fengum góð tækifæri eftir horn til að skora tvö mörk í viðbót en það er svekkjandi að þetta fór ekki inn."

Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum áður en Fylkir minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og þá varð leikur úr þessu.

„Við vorum fínar í fyrri hálfleik þó svo við höfum fengið þessi mörk á okkur svo við ákváðum að halda í okkar og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik en þetta gekk ekki í dag. Við vorum í svekkt fram að lokamínútunni svo þetta er mjög pirrandi,
"
sagði hún.

Eva Rut skoraði mark Fylkis í leiknum beint úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.

„Ég hef skorað nokkur svona aukaspyrnumörk og ætla að halda áfram að gera það," asgði Eva Rut. „Ég hef gert þetta áður og veit að ég skora ef ég er í stuði. Það reynir enginn að taka aukaspyrnuna, þær vita að ég hef skorað áður svo ég tek bara boltann og enginn kvartar," sagði hún en hefur hún æft þetta mikið?

„Bæði og, ekkert alltof mikið. Ég æfi mig alveg en ég er ekki eins og Gylfi Sig í hálftíma eftir hverja æfingu. Það var geggjað að sjá hann inni."

Nánar er rætt við Evu Rut í spilaranum að ofan. Leikurinn fór fram í Miðgarði, fótboltahúsinu í Garðabæ en því var breytt í dag. Í gær þegar Eva Rut fór heim af æfingu stóð til að spila úti í stormveðrinu sem geysar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var alveg til í að spila í þessu veðri. Ég nennti ekki að fara að fresta fram á morgundaginn, en ég viðurkenni að ég varð glöð þegar ég sá að þetta ætti að verða inni. Leikurinn varð skemmtilegri og meiri gæði við að vera inni. Þetta hefði verið háloftabolti og vindurinn að spila inní," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner