Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 24. maí 2024 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut: Ég er ekki eins og Gylfi Sig
Kvenaboltinn
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, ég er mjög pirruð," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2 - 1 tap úti gegn Fylki í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Við spiluðum ágætlega og fengum góð tækifæri eftir horn til að skora tvö mörk í viðbót en það er svekkjandi að þetta fór ekki inn."

Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum áður en Fylkir minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og þá varð leikur úr þessu.

„Við vorum fínar í fyrri hálfleik þó svo við höfum fengið þessi mörk á okkur svo við ákváðum að halda í okkar og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik en þetta gekk ekki í dag. Við vorum í svekkt fram að lokamínútunni svo þetta er mjög pirrandi,
"
sagði hún.

Eva Rut skoraði mark Fylkis í leiknum beint úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.

„Ég hef skorað nokkur svona aukaspyrnumörk og ætla að halda áfram að gera það," asgði Eva Rut. „Ég hef gert þetta áður og veit að ég skora ef ég er í stuði. Það reynir enginn að taka aukaspyrnuna, þær vita að ég hef skorað áður svo ég tek bara boltann og enginn kvartar," sagði hún en hefur hún æft þetta mikið?

„Bæði og, ekkert alltof mikið. Ég æfi mig alveg en ég er ekki eins og Gylfi Sig í hálftíma eftir hverja æfingu. Það var geggjað að sjá hann inni."

Nánar er rætt við Evu Rut í spilaranum að ofan. Leikurinn fór fram í Miðgarði, fótboltahúsinu í Garðabæ en því var breytt í dag. Í gær þegar Eva Rut fór heim af æfingu stóð til að spila úti í stormveðrinu sem geysar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var alveg til í að spila í þessu veðri. Ég nennti ekki að fara að fresta fram á morgundaginn, en ég viðurkenni að ég varð glöð þegar ég sá að þetta ætti að verða inni. Leikurinn varð skemmtilegri og meiri gæði við að vera inni. Þetta hefði verið háloftabolti og vindurinn að spila inní," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner
banner