Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fös 24. maí 2024 21:52
Hafliði Breiðfjörð
Eva Rut: Ég er ekki eins og Gylfi Sig
Kvenaboltinn
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Eva Rut fagnar markinu sínu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var ógeðslega svekkjandi að tapa þessum leik, ég er mjög pirruð," sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkis eftir 2 - 1 tap úti gegn Fylki í Bestu-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Við spiluðum ágætlega og fengum góð tækifæri eftir horn til að skora tvö mörk í viðbót en það er svekkjandi að þetta fór ekki inn."

Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum áður en Fylkir minnkaði muninn þegar 20 mínútur voru eftir og þá varð leikur úr þessu.

„Við vorum fínar í fyrri hálfleik þó svo við höfum fengið þessi mörk á okkur svo við ákváðum að halda í okkar og gerðum það mjög vel í seinni hálfleik en þetta gekk ekki í dag. Við vorum í svekkt fram að lokamínútunni svo þetta er mjög pirrandi,
"
sagði hún.

Eva Rut skoraði mark Fylkis í leiknum beint úr aukaspyrnu frá vítateigshorninu.

„Ég hef skorað nokkur svona aukaspyrnumörk og ætla að halda áfram að gera það," asgði Eva Rut. „Ég hef gert þetta áður og veit að ég skora ef ég er í stuði. Það reynir enginn að taka aukaspyrnuna, þær vita að ég hef skorað áður svo ég tek bara boltann og enginn kvartar," sagði hún en hefur hún æft þetta mikið?

„Bæði og, ekkert alltof mikið. Ég æfi mig alveg en ég er ekki eins og Gylfi Sig í hálftíma eftir hverja æfingu. Það var geggjað að sjá hann inni."

Nánar er rætt við Evu Rut í spilaranum að ofan. Leikurinn fór fram í Miðgarði, fótboltahúsinu í Garðabæ en því var breytt í dag. Í gær þegar Eva Rut fór heim af æfingu stóð til að spila úti í stormveðrinu sem geysar á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég var alveg til í að spila í þessu veðri. Ég nennti ekki að fara að fresta fram á morgundaginn, en ég viðurkenni að ég varð glöð þegar ég sá að þetta ætti að verða inni. Leikurinn varð skemmtilegri og meiri gæði við að vera inni. Þetta hefði verið háloftabolti og vindurinn að spila inní," sagði hún.
Athugasemdir
banner
banner