Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 24. september 2023 20:38
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var ánægður með liðið sitt eftir að þeir unnu 4-2 útisigur á Fylki í neðra umspili Bestu deildar karla í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  4 KA

„Ég er ótrúlega ánægður með sigurinn, flottur sigur, langt síðan við höfum unnið hérna, skorum 4 mörk og vorum rosalega flottir á boltanum. Þannig að ég er bara gríðarlega ánægður með þetta."

Harley Willard og Hallgrímur Steingrímsson skoruðu fyrstu 3 mörkin og voru þau hver önnur glæsilegri.

„Já mjög falleg mörk og svo er líka bara að menn skuli ná að mótivera sig í svona leik. Við spjölluðum um það fyrir leik að finna ástæðu til þess að mótivera sig, það er fullt af ástæðum. Við höfum ekki unnið hérna lengi, við viljum kannski halda hreinu við viljum skora mörk, það er allskonar svona sem þú getur fundið. Þannig ég er ótrúlega ánægður með hugarfarið á þeim og líka mjög gaman að geta sett inn á unga stráka. Við settum 3 stráka inn á í dag sem eru í 2. flokki og 2 af þeim voru að spila sinn fyrsta leik í deild þannig að já bara rosalega ánægður með þennan dag."

Það voru margir sem bjuggust við KA andlausum í þetta umspil þar sem þeir geta ekki fallið með stigafjöldan sem þeir eru með. Það hefur hinsvegar ekki verið þannig og hafa þeir unnið báða leikina sína, er það pressuleysið sem er að hjálpa KA mönnum?

„Nei ég vona að við viljum spila þar sem er meiri pressa en það er ekkert launungarmál að núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag og við virkum bara svolítið ferskari. Við erum bara alltaf að vinna í okkar málum og við litum mjög vel út í dag en það eru ennþá atriði sem við erum að vinna í. Það gerir kannski að verkum þegar þú ert pressulaus að þú ert kannski afslappaðari í uppspilinu og það var mjög gaman að sjá það í dag."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. 


Athugasemdir
banner