„Þetta var drullu skemmtilegt. Góður leikur hjá okkur gegn mjög erfiðu liði. Það er erfitt að spila á móti FH. Leiðindaveður sem spilar stóra rullu." Segir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH.
Lestu um leikinn: FH 1 - 3 Stjarnan
Stjarnan mætti tilbúinn í leikinn og skoraði liðið strax tvö mörk í upphafi.
„Gaman að klára sóknir snemma með marki. Gefur okkur control. Við erum búnir að vera vinna í því að vera með control og við gerum það vel í dag."
Jökull kom inn á það að meðbyrinn hafi verið með FH í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan skoraði svo mark í kjölfar þess.
„Það var alveg mjög gott fyrir okkur. Róaði allt. Momentið var búið að sveiflast til þeirra og við náum því til baka og eftir það var maður bara rólegur."
Stjarnan sýndi framfarir í leik sínum með því að mæta á erfiðan grasvöll gegn góðu liði og sækja öll stigin.
„Það er mikið talað um okkur á útivöllum og á grasvöllum og nú erum við með tvo sigra í röð á útivöllum á grasvöllum."
Framundan er hörð Evrópubarátta hjá Jökli og hans mönnum.
„Við þurfum að passa að horfa ekki of langt fram í tímann. Bara hugsa um leikinn gegn KR"
Athugasemdir