Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 24. september 2023 18:02
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var drullu skemmtilegt. Góður leikur hjá okkur gegn mjög erfiðu liði. Það er erfitt að spila á móti FH. Leiðindaveður sem spilar stóra rullu." Segir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

Stjarnan mætti tilbúinn í leikinn og skoraði liðið strax tvö mörk í upphafi.

„Gaman að klára sóknir snemma með marki. Gefur okkur control. Við erum búnir að vera vinna í því að vera með control og við gerum það vel í dag."

Jökull kom inn á það að meðbyrinn hafi verið með FH í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan skoraði svo mark í kjölfar þess.

„Það var alveg mjög gott fyrir okkur. Róaði allt. Momentið var búið að sveiflast til þeirra og við náum því til baka og eftir það var maður bara rólegur."

Stjarnan sýndi framfarir í leik sínum með því að mæta á erfiðan grasvöll gegn góðu liði og sækja öll stigin.

„Það er mikið talað um okkur á útivöllum og á grasvöllum og nú erum við með tvo sigra í röð á útivöllum á grasvöllum."

Framundan er hörð Evrópubarátta hjá Jökli og hans mönnum.

„Við þurfum að passa að horfa ekki of langt fram í tímann. Bara hugsa um leikinn gegn KR"
Athugasemdir
banner
banner