29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 24. september 2023 18:02
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var drullu skemmtilegt. Góður leikur hjá okkur gegn mjög erfiðu liði. Það er erfitt að spila á móti FH. Leiðindaveður sem spilar stóra rullu." Segir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

Stjarnan mætti tilbúinn í leikinn og skoraði liðið strax tvö mörk í upphafi.

„Gaman að klára sóknir snemma með marki. Gefur okkur control. Við erum búnir að vera vinna í því að vera með control og við gerum það vel í dag."

Jökull kom inn á það að meðbyrinn hafi verið með FH í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan skoraði svo mark í kjölfar þess.

„Það var alveg mjög gott fyrir okkur. Róaði allt. Momentið var búið að sveiflast til þeirra og við náum því til baka og eftir það var maður bara rólegur."

Stjarnan sýndi framfarir í leik sínum með því að mæta á erfiðan grasvöll gegn góðu liði og sækja öll stigin.

„Það er mikið talað um okkur á útivöllum og á grasvöllum og nú erum við með tvo sigra í röð á útivöllum á grasvöllum."

Framundan er hörð Evrópubarátta hjá Jökli og hans mönnum.

„Við þurfum að passa að horfa ekki of langt fram í tímann. Bara hugsa um leikinn gegn KR"
Athugasemdir
banner
banner