Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
   sun 24. september 2023 18:02
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var drullu skemmtilegt. Góður leikur hjá okkur gegn mjög erfiðu liði. Það er erfitt að spila á móti FH. Leiðindaveður sem spilar stóra rullu." Segir Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir 3-1 sigur á FH.

Lestu um leikinn: FH 1 -  3 Stjarnan

Stjarnan mætti tilbúinn í leikinn og skoraði liðið strax tvö mörk í upphafi.

„Gaman að klára sóknir snemma með marki. Gefur okkur control. Við erum búnir að vera vinna í því að vera með control og við gerum það vel í dag."

Jökull kom inn á það að meðbyrinn hafi verið með FH í upphafi seinni hálfleiks en Stjarnan skoraði svo mark í kjölfar þess.

„Það var alveg mjög gott fyrir okkur. Róaði allt. Momentið var búið að sveiflast til þeirra og við náum því til baka og eftir það var maður bara rólegur."

Stjarnan sýndi framfarir í leik sínum með því að mæta á erfiðan grasvöll gegn góðu liði og sækja öll stigin.

„Það er mikið talað um okkur á útivöllum og á grasvöllum og nú erum við með tvo sigra í röð á útivöllum á grasvöllum."

Framundan er hörð Evrópubarátta hjá Jökli og hans mönnum.

„Við þurfum að passa að horfa ekki of langt fram í tímann. Bara hugsa um leikinn gegn KR"
Athugasemdir
banner
banner