Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 25. apríl 2022 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Óskar: Þeir hentu ísskápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara sáttur með frammistöðu leikmanna. og hjartað sem þeir settu í leikinn.“
Voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í samtali við fréttaritara eftir 1-0 sigur þeirra á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

KR var heilt yfir sterkara liðið í fyrri hálfleik og setti talsverða pressu á gestina úr Kópavogi án þess þó að uppskera margt. Blikaliðið kom ákveðnara út í seinni hálfleikinn og uppskar mark tiltölulega snemma í hálfleiknum sem skildi á milli að lokum. En voru miklar áherslubreytingar á leik liðsins í hálfleik?

„Nei við skerptum aðeins á hlutum sem við töluðum um fyrir leik og það var sem bara meter hér og meter þar, aðeins betri ákvarðanataka með boltann og stíga aðeins ofar á þá. En síðan föllum við aðeins til baka en myndast svo sem aldrei hætta. Bara ánægður með liðið. KR liðið er gott og með öfluga leikmenn og þeir hentu ískápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur en við stóðumst það.“

Blikar mættu ákveðnir til leiks og spiluðu fast framan af. Uppskáru þeir fyrir vikið nokkur gul spjöld. Var það plan að mæta KR af slíkri hörku?

„Við auðvitað bara reynum að berjast en það er aldrei meiningin að fá gul spjöld eða sparka í menn. En auðvitað er það þannig að þú þarft að mæta KR. Þetta er öflugt lið og líkamlega sterkt með reynslumikla menn og við vorum kannski á köflum í fyrri hálfleik skrefinu á eftir.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner