Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
banner
   mán 25. apríl 2022 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Óskar: Þeir hentu ísskápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara sáttur með frammistöðu leikmanna. og hjartað sem þeir settu í leikinn.“
Voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í samtali við fréttaritara eftir 1-0 sigur þeirra á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

KR var heilt yfir sterkara liðið í fyrri hálfleik og setti talsverða pressu á gestina úr Kópavogi án þess þó að uppskera margt. Blikaliðið kom ákveðnara út í seinni hálfleikinn og uppskar mark tiltölulega snemma í hálfleiknum sem skildi á milli að lokum. En voru miklar áherslubreytingar á leik liðsins í hálfleik?

„Nei við skerptum aðeins á hlutum sem við töluðum um fyrir leik og það var sem bara meter hér og meter þar, aðeins betri ákvarðanataka með boltann og stíga aðeins ofar á þá. En síðan föllum við aðeins til baka en myndast svo sem aldrei hætta. Bara ánægður með liðið. KR liðið er gott og með öfluga leikmenn og þeir hentu ískápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur en við stóðumst það.“

Blikar mættu ákveðnir til leiks og spiluðu fast framan af. Uppskáru þeir fyrir vikið nokkur gul spjöld. Var það plan að mæta KR af slíkri hörku?

„Við auðvitað bara reynum að berjast en það er aldrei meiningin að fá gul spjöld eða sparka í menn. En auðvitað er það þannig að þú þarft að mæta KR. Þetta er öflugt lið og líkamlega sterkt með reynslumikla menn og við vorum kannski á köflum í fyrri hálfleik skrefinu á eftir.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner