Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 25. apríl 2022 21:09
Sverrir Örn Einarsson
Óskar: Þeir hentu ísskápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara sáttur með frammistöðu leikmanna. og hjartað sem þeir settu í leikinn.“
Voru fyrstu viðbrögð Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Breiðabliks í samtali við fréttaritara eftir 1-0 sigur þeirra á KR á Meistaravöllum fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Breiðablik

KR var heilt yfir sterkara liðið í fyrri hálfleik og setti talsverða pressu á gestina úr Kópavogi án þess þó að uppskera margt. Blikaliðið kom ákveðnara út í seinni hálfleikinn og uppskar mark tiltölulega snemma í hálfleiknum sem skildi á milli að lokum. En voru miklar áherslubreytingar á leik liðsins í hálfleik?

„Nei við skerptum aðeins á hlutum sem við töluðum um fyrir leik og það var sem bara meter hér og meter þar, aðeins betri ákvarðanataka með boltann og stíga aðeins ofar á þá. En síðan föllum við aðeins til baka en myndast svo sem aldrei hætta. Bara ánægður með liðið. KR liðið er gott og með öfluga leikmenn og þeir hentu ískápnum, eldhúsvasknum og allri innréttingunni á okkur en við stóðumst það.“

Blikar mættu ákveðnir til leiks og spiluðu fast framan af. Uppskáru þeir fyrir vikið nokkur gul spjöld. Var það plan að mæta KR af slíkri hörku?

„Við auðvitað bara reynum að berjast en það er aldrei meiningin að fá gul spjöld eða sparka í menn. En auðvitað er það þannig að þú þarft að mæta KR. Þetta er öflugt lið og líkamlega sterkt með reynslumikla menn og við vorum kannski á köflum í fyrri hálfleik skrefinu á eftir.“

Sagði Óskar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner