Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   sun 25. júlí 2021 21:55
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur, erum vinnusamir og duglegir og vörðumst vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Við vissum að Blikar myndu alltaf fá sín færi, þeir skapa alltaf fullt og eru með frábært sóknarlið. Við vissum líka að það væri möguleiki að geta sótt hratt á þá því þeir eru opnir þegar þeir sækja svona mikið."

Breiðablik átti urmul færa í leiknum og þá sér í lagi fyrsta hálftímann þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður bjargaði oft á ögurstundu. En þú hefur ekki verið í rónni þá?

„Nei, þú heyrir að röddin á mér er aðeins farin að gefa sig því ég öskraði mikið inná. En það var gott skipulag á liðinu og við vorum duglegir og vinnusamir og það skilaði sigrinum," sagði Siggi Raggi en hvað var hann að öskra?

„Mér fannst Breiðablik vera að komast bakvið okkur á blindu hliðina og ég var að minna leikmenn seme voru voru þreyttir og búnir að vinna mikið á að standa vaktina og skila sér til baka og koma sér í stöður. Sindri var svo frábær og hefur verið frábær í sumar fyrir okkur. Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir