29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 25. júlí 2021 21:55
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur, erum vinnusamir og duglegir og vörðumst vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Við vissum að Blikar myndu alltaf fá sín færi, þeir skapa alltaf fullt og eru með frábært sóknarlið. Við vissum líka að það væri möguleiki að geta sótt hratt á þá því þeir eru opnir þegar þeir sækja svona mikið."

Breiðablik átti urmul færa í leiknum og þá sér í lagi fyrsta hálftímann þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður bjargaði oft á ögurstundu. En þú hefur ekki verið í rónni þá?

„Nei, þú heyrir að röddin á mér er aðeins farin að gefa sig því ég öskraði mikið inná. En það var gott skipulag á liðinu og við vorum duglegir og vinnusamir og það skilaði sigrinum," sagði Siggi Raggi en hvað var hann að öskra?

„Mér fannst Breiðablik vera að komast bakvið okkur á blindu hliðina og ég var að minna leikmenn seme voru voru þreyttir og búnir að vinna mikið á að standa vaktina og skila sér til baka og koma sér í stöður. Sindri var svo frábær og hefur verið frábær í sumar fyrir okkur. Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner