Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   sun 25. júlí 2021 21:55
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur, erum vinnusamir og duglegir og vörðumst vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Við vissum að Blikar myndu alltaf fá sín færi, þeir skapa alltaf fullt og eru með frábært sóknarlið. Við vissum líka að það væri möguleiki að geta sótt hratt á þá því þeir eru opnir þegar þeir sækja svona mikið."

Breiðablik átti urmul færa í leiknum og þá sér í lagi fyrsta hálftímann þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður bjargaði oft á ögurstundu. En þú hefur ekki verið í rónni þá?

„Nei, þú heyrir að röddin á mér er aðeins farin að gefa sig því ég öskraði mikið inná. En það var gott skipulag á liðinu og við vorum duglegir og vinnusamir og það skilaði sigrinum," sagði Siggi Raggi en hvað var hann að öskra?

„Mér fannst Breiðablik vera að komast bakvið okkur á blindu hliðina og ég var að minna leikmenn seme voru voru þreyttir og búnir að vinna mikið á að standa vaktina og skila sér til baka og koma sér í stöður. Sindri var svo frábær og hefur verið frábær í sumar fyrir okkur. Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner