Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 25. júlí 2021 21:55
Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi: Röddin farin að gefa sig því ég öskraði mikið
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Siggi Raggi á hliðarlínunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum mikið á okkur, erum vinnusamir og duglegir og vörðumst vel," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur eftir 2 - 0 sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  0 Breiðablik

„Við vissum að Blikar myndu alltaf fá sín færi, þeir skapa alltaf fullt og eru með frábært sóknarlið. Við vissum líka að það væri möguleiki að geta sótt hratt á þá því þeir eru opnir þegar þeir sækja svona mikið."

Breiðablik átti urmul færa í leiknum og þá sér í lagi fyrsta hálftímann þegar Sindri Kristinn Ólafsson markvörður bjargaði oft á ögurstundu. En þú hefur ekki verið í rónni þá?

„Nei, þú heyrir að röddin á mér er aðeins farin að gefa sig því ég öskraði mikið inná. En það var gott skipulag á liðinu og við vorum duglegir og vinnusamir og það skilaði sigrinum," sagði Siggi Raggi en hvað var hann að öskra?

„Mér fannst Breiðablik vera að komast bakvið okkur á blindu hliðina og ég var að minna leikmenn seme voru voru þreyttir og búnir að vinna mikið á að standa vaktina og skila sér til baka og koma sér í stöður. Sindri var svo frábær og hefur verið frábær í sumar fyrir okkur. Hann er ofboðslega mikilvægur í okkar liði, hefur stigið mikið upp og bætt sig mikið."

Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner