
„Mjög stórt tap miðað við gang leiksins, manni fannst þetta ekki vera 6-0 leikur," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir að hans menn fengu skell gegn Fjölni í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fjölnir 6 - 0 Þór
„Við erum pínu höktandi komandi inn í þennan leik, við missum mann útaf í fyrri hálfleik í þriðja skiptið í röð. Við spiluðum þennan aukaleik í bikarnum, það er auðvelt að tala um taktík en ég held að við vorum bara þreyttir í dag."
Láki er sannfærður um að liðið muni svara fyrir þetta stórtap strax.
„Það er stundum ágætt að fá almennilega á baukinn og ég á ekki von á öðru þekkjandi þetta lið sem var búið að fá á sig tvö mörk í þremur leikjum að við svörum þessu í næsta leik," sagði Láki.
Athugasemdir