„Mjög stoltur stoltur af strákunum í dag,'' segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Afturelding, eftir 2-3 sigur gegn Gróttu í dag í 4. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 3 Afturelding
''Mér fannst það vera frábær liðsheild hjá okkur og við gerðum allt sem við þurftum til þess að vinna þennan leik,''
Það hvassti mikið í Seltjarnanesinu á meðan leiknum stóð og hafði það mikil áhrif á hvernig leikurinn var spilaður.
„Þetta voru erfiðustu aðstæður sem ég hef séð í fótboltaleik, held ég bara nokkur tíman. Það var alveg viðbúið fyrir leik og við vissum af því og við ætluðum að aðlaga okkur aðstæðurnar, og við gerðum það hrikalega vel,''
Leikurinn átti að fara fram í Mossfellsbæ, en skipt var um heimavöll nokkrum dögum fyrir leik vegna þess að nýji gervigrasvöllurinn hjá Afturelding er ekki tilbúinn í notkun.
„Það er verið að skipta um gervigas og við fáum nýjan og frábæran gervisgravöll. Við vissum þetta fyrir mót að þetta yrði staðan, þannig við þurftum að byrja að spila á útivöllum,''
„Við vonumst til að spila á móti Vestra, 10. júní, fyrsti heimaleikurinn í sumar verður þá,'' segir Magnús Már
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.