Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 26. nóvember 2021 12:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kalli: Sá ekki fyrir mér að vera áfram hjá Breiðabliki
Karl Friðleifur
Karl Friðleifur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur staðfesti í dag kaupinn á Karli Friðleifi Gunnarssyni frá Breiðabliki. Kalli lék á láni hjá Víkingi í sumar og varð Íslands- og bikarmeistari. Hann er tvítugur og getur spilað sem miðvörður í þriggja miðvarða kerfi, bakvörður, vængbakvörður og kantmaður.

Fótbolti.net spjallaði við Kalla í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum að ofan.

„Mér líður bara frábærlega, gott að vera búinn að klára þetta. Nei, þetta var svo sem ekki langt ferli en landsliðsverkefnið hægði aðeins á þessu en fljótlega eftir það var þetta klárað," sagði Kalli sem skrifar undir þriggja ára samning.

„Já, ég er gríðarlega sáttur, tók fund með stjórn Breiðabliks og er hrikalega þakklátur þeim að skilja mína skoðun og skilja hvað væri best fyrir mig."

Kom til greina að vera áfram hjá Breiðabliki?

„Ég myndi ekki segja það. Eins og hlutirnir hafa verið hér og það sem hefur verið í gangi í Víkinni þá sá ég ekki fyrir mér vera áfram leikmaður Breiðabliks."

Hvernig líst þér á að fá Davíð Örn Atlason í liðið?

„Mér líst hrikalega vel á það. Við æfðum saman í tvær vikur hjá Breiðabliki. Hann er toppleikmaður sem mun styrkja hópinn."

Kalli segist vita af áhuga frá erlendum félögum en hann er ekki klár á því hvort hann semji við erlent félag í vetur. „Það verður að koma í ljós. Við bíðum og sjáum, ég er hrikalega spenntur fyrir næsta tímabili hér í Víkingi."

Hann var spurður út í U21 árs landsliðið og hvernig Víkingur geti gert betri hluti en að vinna tvennuna eins og í sumar.

Lokaspurningin var út í hlutverkið hans næsta sumar. Er möguleiki á því að hann verði í öðru hlutverki?

„Já, ég held að það verði aðeins breytt. Við erum að missa Sölva og Kára og fáum inn Kyle og Davíð. Við munum að mínu mati vera með fljótari varnarlínu þannig við gætum séð breytingar," sagði Kalli að lokum.

Meira um Kalla:
Víkingur í viðræðum við Breiðablik - „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma" (29. okt)
Með smá grænt í hjartanu en vonar innilega að Víkingur vinni titilbaráttuna (17. sept)
Athugasemdir
banner
banner