Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   sun 27. september 2020 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Frammistaðan var nokkuð þolanleg
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Ég er ánægður með þessi 3 stig og ánægður með fyrri hálfleikinn í þessum leik, vorum sterkir og héldum vel í bolta og skoruðum tvö flott mörk." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Störnunnar eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

„HK-ingar koma þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og tóku svolítið yfir leikinn og við vorum í stökustu vandræðum með þá þrátt fyrir það að þeir sköpuðu sér ekkert mörg færi, bara enginn færi en fengu horn og skoruðu úr þeim." 

Stjörnumenn höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og því var ekki við öðru að búast en sigurinn væri sætur.
„Þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar sjálfstraust og að fá þrjú stig er gríðarlega sætt og frammistaðan var svona nokkuð þolanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik en við höfðum ekki átt góða leiki fram að þessum." 

Stjörnumenn hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið fyrir leiðinlegan stíl en Rúnar Páll gefur ekkert fyrir þá umræðu.
„Nei, ég hef ekkert hlustað á það, við vitum það sjálfir að við höfum spilað illa og þurfum ekki að hlusta á einhverja aðra til að hlusta á það."

Alex Þór hefur vakið áhuga erlendis frá en Rúnar Páll gat ekkert staðfest neitt varðandi það.
„Nei ég get ekkert staðfest, ég veit bara ekkert um málið." 

*Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner