Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 27. september 2020 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Frammistaðan var nokkuð þolanleg
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Ég er ánægður með þessi 3 stig og ánægður með fyrri hálfleikinn í þessum leik, vorum sterkir og héldum vel í bolta og skoruðum tvö flott mörk." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Störnunnar eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

„HK-ingar koma þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og tóku svolítið yfir leikinn og við vorum í stökustu vandræðum með þá þrátt fyrir það að þeir sköpuðu sér ekkert mörg færi, bara enginn færi en fengu horn og skoruðu úr þeim." 

Stjörnumenn höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og því var ekki við öðru að búast en sigurinn væri sætur.
„Þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar sjálfstraust og að fá þrjú stig er gríðarlega sætt og frammistaðan var svona nokkuð þolanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik en við höfðum ekki átt góða leiki fram að þessum." 

Stjörnumenn hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið fyrir leiðinlegan stíl en Rúnar Páll gefur ekkert fyrir þá umræðu.
„Nei, ég hef ekkert hlustað á það, við vitum það sjálfir að við höfum spilað illa og þurfum ekki að hlusta á einhverja aðra til að hlusta á það."

Alex Þór hefur vakið áhuga erlendis frá en Rúnar Páll gat ekkert staðfest neitt varðandi það.
„Nei ég get ekkert staðfest, ég veit bara ekkert um málið." 

*Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner