Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   sun 27. september 2020 22:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Frammistaðan var nokkuð þolanleg
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Stjörnumenn heimsóttu HK þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Stjörnumenn höfðu fyrir þennan leik tapað síðustu tveim leikjum sínum og leitaðist eftir að komast aftur á sigurbraut gegn HK í Kórnum í kvöld.

„Ég er ánægður með þessi 3 stig og ánægður með fyrri hálfleikinn í þessum leik, vorum sterkir og héldum vel í bolta og skoruðum tvö flott mörk." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Störnunnar eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 2 -  3 Stjarnan

„HK-ingar koma þvílíkt öflugir inn í seinni hálfleikinn og tóku svolítið yfir leikinn og við vorum í stökustu vandræðum með þá þrátt fyrir það að þeir sköpuðu sér ekkert mörg færi, bara enginn færi en fengu horn og skoruðu úr þeim." 

Stjörnumenn höfðu eins og áður kom fram tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og því var ekki við öðru að búast en sigurinn væri sætur.
„Þetta var mikilvægt fyrir okkur og okkar sjálfstraust og að fá þrjú stig er gríðarlega sætt og frammistaðan var svona nokkuð þolanleg, sérstaklega í fyrri hálfleik en við höfðum ekki átt góða leiki fram að þessum." 

Stjörnumenn hafa verið gagnrýndir upp á síðkastið fyrir leiðinlegan stíl en Rúnar Páll gefur ekkert fyrir þá umræðu.
„Nei, ég hef ekkert hlustað á það, við vitum það sjálfir að við höfum spilað illa og þurfum ekki að hlusta á einhverja aðra til að hlusta á það."

Alex Þór hefur vakið áhuga erlendis frá en Rúnar Páll gat ekkert staðfest neitt varðandi það.
„Nei ég get ekkert staðfest, ég veit bara ekkert um málið." 

*Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner