Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 27. september 2020 17:04
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Þurfum að vinna Val
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með stórsigur af hólmi í dag þegar að liðið vann ÍBV 8-0 á Kópavogsvelli en Blikaliðið spilaði stórfínan fótbolta gegn vængbrotnu ÍBV liði og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, ánægður með liðið sitt í dag.

„Ég er bara sáttur við leikinn í dag, við mættum af krafti frá fyrstu mínútu og spiluðum bara vel. Heilt yfir solid sigur, auðvitað ÍBV vængbrotið og leikmenn í leikbanni og eitthvað svoleiðis. Við mættum bara og spiluðum af festu og ákefð frá fyrstu mínútu.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Þrír leikmenn Breiðabliks spiluðu í byrjunarliði landsliðsins í síðasta leik þess, 1-1 jafnteflinu við Svía á Laugardalsvelli, er það ekki gott fyrir Steina og liðið að vera með leikmenn á hæsta „leveli“?

„Auðvitað gefur það þeim extra boost inn í framhaldið, að það sé tekið eftir þeim og þær fái tækifæri í landsliðinu og hafi raunverulega gripið það. Það held ég að hjálpi þeim, geri þær betri og sýni það hversu stutt er á milli í þessu, að þær komist á toppinn.“

Undirritaður ruglaðist á stigatöflunni í viðtalinu en Steini var snöggur að leiðrétta það. Breiðablik mætir Val næsta laugardag í því sem mætti kalla úrslitaleik mótsins og þurfa á að minnsta kosti jafntefli að halda, ætlar liðið að spila upp á stig eða sigur?

„Við þurfum bara að mæta í Valsleikinn og vinna hann, við höfum aldrei spilað upp á jafntefli og ég held að við séum ekki að fara að breyta því. Við þurfum að mæta á Valsvöllinn og eiga góðan leik og það gefur okkur örugglega góðan möguleika á að vinna Val, ef við spilum okkar besta leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner