Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 27. september 2020 17:04
Hilmar Jökull Stefánsson
Steini Halldórs: Þurfum að vinna Val
Kvenaboltinn
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, í leik fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fór með stórsigur af hólmi í dag þegar að liðið vann ÍBV 8-0 á Kópavogsvelli en Blikaliðið spilaði stórfínan fótbolta gegn vængbrotnu ÍBV liði og var Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, ánægður með liðið sitt í dag.

„Ég er bara sáttur við leikinn í dag, við mættum af krafti frá fyrstu mínútu og spiluðum bara vel. Heilt yfir solid sigur, auðvitað ÍBV vængbrotið og leikmenn í leikbanni og eitthvað svoleiðis. Við mættum bara og spiluðum af festu og ákefð frá fyrstu mínútu.“

Lestu um leikinn: Breiðablik 8 -  0 ÍBV

Þrír leikmenn Breiðabliks spiluðu í byrjunarliði landsliðsins í síðasta leik þess, 1-1 jafnteflinu við Svía á Laugardalsvelli, er það ekki gott fyrir Steina og liðið að vera með leikmenn á hæsta „leveli“?

„Auðvitað gefur það þeim extra boost inn í framhaldið, að það sé tekið eftir þeim og þær fái tækifæri í landsliðinu og hafi raunverulega gripið það. Það held ég að hjálpi þeim, geri þær betri og sýni það hversu stutt er á milli í þessu, að þær komist á toppinn.“

Undirritaður ruglaðist á stigatöflunni í viðtalinu en Steini var snöggur að leiðrétta það. Breiðablik mætir Val næsta laugardag í því sem mætti kalla úrslitaleik mótsins og þurfa á að minnsta kosti jafntefli að halda, ætlar liðið að spila upp á stig eða sigur?

„Við þurfum bara að mæta í Valsleikinn og vinna hann, við höfum aldrei spilað upp á jafntefli og ég held að við séum ekki að fara að breyta því. Við þurfum að mæta á Valsvöllinn og eiga góðan leik og það gefur okkur örugglega góðan möguleika á að vinna Val, ef við spilum okkar besta leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner