Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 28. júlí 2021 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur: Þurfum að treysta á önnur lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var mikil dramatík í leiknum en heimakonur jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins og leikurinn endaði því 2-2. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Mjög svekkjandi, jöfnunarmarkið kemur á síðustu sekúndu leiksins þannig það er virkilega svekkjandi."

Vilhjálmur var ánægður með liðið sitt í fyrri hálfleik en ekkert spes síðari hálfleikur.

„Mér fannst síðari hálfleikur ekkert spes. Mér fannst við vera fínar í fyrri hálfleik, mér fannst við gera marga góða hluti. Mér fannst ákvarðanatakan í seinni hálfleik ekki vera góð, við áttum góða spilkafla en vantaði uppá að nýta betur upphlaupin, vorum að skjóta svolítið fyrir utan frekar en að velja betri færi. Þú þarft alltaf þetta eina mark í viðbót til að loka leiknum, það gekk ekki í þetta sinn."

Það voru erfiðar aðstæður hér í kvöld, leikmenn mikið að renna til á vellinum.

„Þetta er ekkert rennisléttur völlur og það er myrkur á vellinum en það er ekki það sem skiptir öllu máli, við hefðum bara átt að gera betur."

Þetta voru vond úrslit fyrir Breiðablik í baráttunni við Val um titilinn.

„Já, nú þurfum við að fara treysta á önnur lið, við hefðum geta treyst bara á okkur ef við hefðum unnið þennan leik sem stefndi í en nú þurfum við að treysta á að önnur lið taki einhver stig af Val til að eiga möguleika."
Athugasemdir
banner