Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   mið 28. júlí 2021 21:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vilhjálmur: Þurfum að treysta á önnur lið
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik heimsótti Þór/KA í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Það var mikil dramatík í leiknum en heimakonur jöfnuðu á síðustu sekúndum leiksins og leikurinn endaði því 2-2. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var svekktur í leikslok.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  2 Breiðablik

„Mjög svekkjandi, jöfnunarmarkið kemur á síðustu sekúndu leiksins þannig það er virkilega svekkjandi."

Vilhjálmur var ánægður með liðið sitt í fyrri hálfleik en ekkert spes síðari hálfleikur.

„Mér fannst síðari hálfleikur ekkert spes. Mér fannst við vera fínar í fyrri hálfleik, mér fannst við gera marga góða hluti. Mér fannst ákvarðanatakan í seinni hálfleik ekki vera góð, við áttum góða spilkafla en vantaði uppá að nýta betur upphlaupin, vorum að skjóta svolítið fyrir utan frekar en að velja betri færi. Þú þarft alltaf þetta eina mark í viðbót til að loka leiknum, það gekk ekki í þetta sinn."

Það voru erfiðar aðstæður hér í kvöld, leikmenn mikið að renna til á vellinum.

„Þetta er ekkert rennisléttur völlur og það er myrkur á vellinum en það er ekki það sem skiptir öllu máli, við hefðum bara átt að gera betur."

Þetta voru vond úrslit fyrir Breiðablik í baráttunni við Val um titilinn.

„Já, nú þurfum við að fara treysta á önnur lið, við hefðum geta treyst bara á okkur ef við hefðum unnið þennan leik sem stefndi í en nú þurfum við að treysta á að önnur lið taki einhver stig af Val til að eiga möguleika."
Athugasemdir
banner
banner