Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   sun 29. ágúst 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Þetta landslið verður bara að gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var til viðtals eftir sigur gegn Leikni í kvöld.

„Mér líður bara vel með þetta, gott að vinna og við gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur sjálfum í dag. Ánægður að vinna, það skiptir máli," sagði Kjartan.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Þrjú mörk í seinni, völlurinn frábær, aðstæður frábærar til að spila fótbolta. Við vorum svolítinn tíma að venjast því, boltinn þungur. Þrír sigurleikir í röð það er bara frábært."

Spáið þið eitthvað í toppbaráttunni?

„Við erum að spá í okkur sjálfum. Sem uppöldnum KR-ing vill maður vinna titla og maður er fúll og sár en það er ekkert annað en að halda áfram, reyna ná í öll stigin sem eftir eru og sjá hvert það fer með okkur."

Kiddi Jóns kom inn á og skoraði tvö sem varamaður. „Smá öskubuskuævintýri yfir þessu. Hann gaf þeim reyndar mark, var sofandi en skoraði bara tvö með hægri í staðinn. Veit ekki hvort það sé búið að myndast eitthvað goalscoring afbrigði í honum."

Kjartan var spurður út í landsliðshópinn sem tilkynntur var á miðvikudaginn síðasta. Einungis tveir eiginlegir framherjar voru í þeim hópi og einhverjir velt því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera fleiri. Hugsaði Kjartan að hann hefði alveg getað verið framherji númer þrjú?

„Já, ég hugsaði það, ég gæti alveg gert eitthvað þarna. Nei, nei, ég er orðinn svo gamall, það er enginn að pæla í mér. Það er bara fínt, ég get hugsað um sjálfan mig, hugsað um KR og þetta landslið verður bara að gera sitt," sagði Kjartan að lokum.

Hann er 35 ára gamall, á að baki þrettán landsleiki og komu þeir síðustu í janúar í fyrra.

Nánar var rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner