Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 29. ágúst 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry: Þetta landslið verður bara að gera sitt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var til viðtals eftir sigur gegn Leikni í kvöld.

„Mér líður bara vel með þetta, gott að vinna og við gerðum þetta svolítið erfitt fyrir okkur sjálfum í dag. Ánægður að vinna, það skiptir máli," sagði Kjartan.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Leiknir R.

„Þrjú mörk í seinni, völlurinn frábær, aðstæður frábærar til að spila fótbolta. Við vorum svolítinn tíma að venjast því, boltinn þungur. Þrír sigurleikir í röð það er bara frábært."

Spáið þið eitthvað í toppbaráttunni?

„Við erum að spá í okkur sjálfum. Sem uppöldnum KR-ing vill maður vinna titla og maður er fúll og sár en það er ekkert annað en að halda áfram, reyna ná í öll stigin sem eftir eru og sjá hvert það fer með okkur."

Kiddi Jóns kom inn á og skoraði tvö sem varamaður. „Smá öskubuskuævintýri yfir þessu. Hann gaf þeim reyndar mark, var sofandi en skoraði bara tvö með hægri í staðinn. Veit ekki hvort það sé búið að myndast eitthvað goalscoring afbrigði í honum."

Kjartan var spurður út í landsliðshópinn sem tilkynntur var á miðvikudaginn síðasta. Einungis tveir eiginlegir framherjar voru í þeim hópi og einhverjir velt því fyrir sér hvort það ættu ekki að vera fleiri. Hugsaði Kjartan að hann hefði alveg getað verið framherji númer þrjú?

„Já, ég hugsaði það, ég gæti alveg gert eitthvað þarna. Nei, nei, ég er orðinn svo gamall, það er enginn að pæla í mér. Það er bara fínt, ég get hugsað um sjálfan mig, hugsað um KR og þetta landslið verður bara að gera sitt," sagði Kjartan að lokum.

Hann er 35 ára gamall, á að baki þrettán landsleiki og komu þeir síðustu í janúar í fyrra.

Nánar var rætt við Kjartan í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner