Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 29. september 2020 20:42
Anton Freyr Jónsson
Sveinn Þór: Höndluðum spennustigið vel
Lengjudeildin
Sveinn Þór Steingrímsson
Sveinn Þór Steingrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Bara geggjað, við erum á lífi. Tímabilið heldur bara áfram og það er bullandi spenna í þessu og þannig villjum við hafa þetta." sagði Sveinn Þór Steingrímsson þjálfari Magna eftir 1-0 sigur á Þrótt Reykjavík.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Magni

Magnamenn unnu uppkastið fyrir leikinn og völdu að byrja undan sól. Sveinn var spurður hvort liðið hafi rætt þetta áður en liðið gékk inn á völlinn.

„Strákarnir sjá alveg um þetta, ég er ekki að spila leikinn. Þeir verða bara að finna tilfinninguna fyrir því hvoru megin þeir vilja byrja og annað og við unnum hlutkastið og strákarnir hafa pottþétt pælt í þessu."

Magni Grenvík spilaði þennan leik vel, vörðust vel og fengu fín færi. Hvernig fannst Sveini heildarframmistaða liðsins í kvöld?

„Mjög góður, mér fannst við höndla spennustigið vel. Við töluðum um fyrir leik að vera bara rólegir og henda öllu af öxlunum og njóta þess að vera hérna. Það eru náttúrulega forréttindi að fá að spila svona leik og hafa einhverju að keppa í staðin fyrir að vera spila leik sem skiptir engu máli en auðvitað er erfitt að vera í þessari fallbaráttu en það eru þvílík forréttindi að spila svona leik"

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner