Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   fim 30. júlí 2020 23:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Páll: Þetta eru skrýtnir tímar
Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, annar af tveimur aðalþjálfurum Stjörnunnar, var hæstánægður eftir 2-1 sigur á Víkingum í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Við vorum feykilega öflugir í fyrri hálfleik og spiluðum góðan hálfleik. Það var ótrúlega sterkur og góður andi í okkur. Við ætluðum áfram og okkur tókst það," sagði Rúnar Páll.

„Víkingarnir eru með frábært lið og það má ekki taka af þeim. Við erum líka frábærir sjálfir."

Liðin mættust í Pepsi Max-deildinni síðastliðið mánudagskvöld og þá var niðurstaðan 1-1 jafntefli.

„Það er stutt síðan við spiluðum við þá og við reyndum að halda betur í boltann. Okkur tókst það, við losuðum fyrstu pressuna og komumst í hættulegar sóknir. Mér fannst þeir ekki fá mörg færi fyrir utan í blálokin."

Stjörnumenn eru nýkomnir í sóttkví, en núna í morgun var gripið til harðari aðgerða í baráttunni gegn hinni ömurlegu kórónuveiru. Það verður gert frí á fótbolta til 5. ágúst að minnsta kosti. Hvernig leggst það í Rúnar og mannskapinn?

„Alveg frábærlega," sagði Rúnar léttur. „Við vitum ekki hvenær við spilum næst og tökum okkur 1-2 daga í frí. Þetta eru skrýtnir tímar."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner