Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   lau 30. september 2023 21:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit það ekki, ofan á það hvernig tímabilið hjá okkur var og maður hélt að þetta væri að fara bjargast í dag en þetta datt ekki með okkur þetta eina mark sem þurfti til að vinna leikinn og þá er bara allt undir í 90 mínútna fótboltaleik og Vestri fara upp í efstu deild eftir þessu fyrirkomulagi" Sagði Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Það er auðvitað mjög súrt ég held maður þurfi bara smá tíma til að melta þetta því við vorum bara bestir í deildinni fannst mér, ungir og óreyndir kannski og gerum klaufaleg mistök bæði í uppsetningu leikjanna og kannski nálgun þegar það er mikið undir hjá okkur það var kannski það sem vantaði mest og gerðum ekki nóg til að fara upp sem er eiginlega fáránlegt að segja miðað við hvernig við vorum í sumar því miður"

Í mjög lokuðum leik, mikið undir þá sást að leikmenn beggja liða þorðu ekki að taka miklar áhættur í dag.

"Nei það var svoleiðis, auðvitað er gaman að hafa þetta umspil upp á pressuna að gera, sérð mætinguna hérna í dag og hvað það var mikið undir það er það geggjaða við þetta en það kemur kannski niður á fótboltalegu hliðina á þessu því við erum mjög góðir í fótbolta, halda boltanum. Þetta fyrirkomulag í umspilinu, maður fer kannski ekki alveg í þann flotta fótbolta þegar það er mikið undir"

Hvernig sér Aron næsta tímabil fyrir sér?

"Það er líka eitthvað sem ég þarf að melta sjálfur ég er með samning út næsta ár og þarf bara að skoða mín mál aðeins og liðið allt held ég það er búin að vera biluð pressa á okkur í 2 mánuði að vinna leiki og koma okkur upp, allir að tala um það og það tekur bara sinn toll, maður fer í vinnuna á daginn og allir að tala við mann um þetta þannig maður þarf held ég smá hvíld núna og svo gæti ég svarað þessu"

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner