29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 31. ágúst 2021 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Sig: Leikmennirnir leggja líf og sál í þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega ánægður með vinnslu leikmannana. Það er ekki létt að koma hingað og sækja þrjú stig eftir að hafa verið í einangrun í 10 daga og ekki spila fótbolta í 17 daga," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir 0-1 sigur liðsins gegn Þór á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

„Allt 'credit' á strákana, þeir eru að leggja líf og sál í þetta úti á vellinum og við uppskárum eftir því. Vorum þettir til baka og sóttum hratt þegar við gátum og nýttum þetta eina færi sem var mjög vel gert hjá Breka og sigldum þessu heim."

ÍBV gerði smá breytingar í leikhléinu sem skilaði sér svo sannarlega.

„Ekkert frábær leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikur ekki nógu sáttir með hann en seinni hálfleikurinn var betri eftir að við vorum búnir að gera smá taktíksar breytingar. Það gaf okkur aðeins meiri balance á miðjunni og við fórum í þriggja manna vörn og fengum reynsluna í Bjarna inn. Þegar við vorum að tapa boltanum í fyrri hálfleik voru alltof mikil svæði fyrir Þórsarana að sækja á okkur og við þurftum að bregðast við því og við gerðum það vel."

„Auðvitað vissum við að þetta gæti orðið erfiður leikur, ekki búnir að spila í langan tíma en því mun mikilvægara að klára þetta og sýna þennan karakter sem hefur einkennt liðið í sumar og halda því áfram og jákvæðnin og eljusemin í liðinu er til fyrirmyndar og það er það sem er að skila okkur þessum árangri hingað til en það eru auðvitað margir leikir eftir og við þurfum bara að halda áfram."
Athugasemdir
banner