Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   þri 31. ágúst 2021 20:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Helgi Sig: Leikmennirnir leggja líf og sál í þetta
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega ánægður með vinnslu leikmannana. Það er ekki létt að koma hingað og sækja þrjú stig eftir að hafa verið í einangrun í 10 daga og ekki spila fótbolta í 17 daga," sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV eftir 0-1 sigur liðsins gegn Þór á Akureyri í kvöld.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 ÍBV

„Allt 'credit' á strákana, þeir eru að leggja líf og sál í þetta úti á vellinum og við uppskárum eftir því. Vorum þettir til baka og sóttum hratt þegar við gátum og nýttum þetta eina færi sem var mjög vel gert hjá Breka og sigldum þessu heim."

ÍBV gerði smá breytingar í leikhléinu sem skilaði sér svo sannarlega.

„Ekkert frábær leikur, sérstaklega ekki fyrri hálfleikur ekki nógu sáttir með hann en seinni hálfleikurinn var betri eftir að við vorum búnir að gera smá taktíksar breytingar. Það gaf okkur aðeins meiri balance á miðjunni og við fórum í þriggja manna vörn og fengum reynsluna í Bjarna inn. Þegar við vorum að tapa boltanum í fyrri hálfleik voru alltof mikil svæði fyrir Þórsarana að sækja á okkur og við þurftum að bregðast við því og við gerðum það vel."

„Auðvitað vissum við að þetta gæti orðið erfiður leikur, ekki búnir að spila í langan tíma en því mun mikilvægara að klára þetta og sýna þennan karakter sem hefur einkennt liðið í sumar og halda því áfram og jákvæðnin og eljusemin í liðinu er til fyrirmyndar og það er það sem er að skila okkur þessum árangri hingað til en það eru auðvitað margir leikir eftir og við þurfum bara að halda áfram."
Athugasemdir