Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   lau 29. júlí 2017 16:36
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir G: Var farinn að undirbúa framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var frábært og flott hjá Lenny (Steven Lennon) að ná að klára þetta á síðustu metrunum. Þetta var erfiður leikur. Leiknismennirnir voru gríðarlega vel skipulagðir og spiluðu sterkan varnarleik og beittu góðum skyndisóknum og okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur" sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur á Leikni R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins og var honum augljóslega létt eftir að hafa séð Steven Lennon skora flautumark eða því sem næst á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Leiknir R.

„Bjarki og Skúli í hafsentunum ásamt Eyjólfi í markinu voru hrikalega öflugir. Ef þeir spila svona áfram að þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þvi að þeir eigi ekki eftir að standa sig"

Þessi leikur hlýtur að hafa tekið mikla orku þar sem þið voruð í hápressu næstum því allan leikinn.

„Jú en á móti kemur er fínt að sleppa við framlengingu. Ég var farinn að undirbúa það að við þyrftum að fara í framlengingu.

Við þurfum að dreifa álaginu. Það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu og þetta var stuttur tími og þá þurfum við að nýta þá leikmenn sem við höfum og þeir stóðu sig fínt í dag"


Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var á bekknum. Var Heimir tilbúinn til að láta hann spila ef þess hefði þurft?

„Ég hefði örugglega sett hann inn á í framlengingunni. Hann er ekki í neinum vandræðum með að koma honum fyrir" sagði Heimir glottandi.

Nánar er rætt við Heimi í sjónavarpinu hér að ofan og meðal annars rætt um komandi evrópuleik við Maribor á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner