PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 29. júlí 2017 16:36
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir G: Var farinn að undirbúa framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var frábært og flott hjá Lenny (Steven Lennon) að ná að klára þetta á síðustu metrunum. Þetta var erfiður leikur. Leiknismennirnir voru gríðarlega vel skipulagðir og spiluðu sterkan varnarleik og beittu góðum skyndisóknum og okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur" sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur á Leikni R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins og var honum augljóslega létt eftir að hafa séð Steven Lennon skora flautumark eða því sem næst á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Leiknir R.

„Bjarki og Skúli í hafsentunum ásamt Eyjólfi í markinu voru hrikalega öflugir. Ef þeir spila svona áfram að þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þvi að þeir eigi ekki eftir að standa sig"

Þessi leikur hlýtur að hafa tekið mikla orku þar sem þið voruð í hápressu næstum því allan leikinn.

„Jú en á móti kemur er fínt að sleppa við framlengingu. Ég var farinn að undirbúa það að við þyrftum að fara í framlengingu.

Við þurfum að dreifa álaginu. Það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu og þetta var stuttur tími og þá þurfum við að nýta þá leikmenn sem við höfum og þeir stóðu sig fínt í dag"


Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var á bekknum. Var Heimir tilbúinn til að láta hann spila ef þess hefði þurft?

„Ég hefði örugglega sett hann inn á í framlengingunni. Hann er ekki í neinum vandræðum með að koma honum fyrir" sagði Heimir glottandi.

Nánar er rætt við Heimi í sjónavarpinu hér að ofan og meðal annars rætt um komandi evrópuleik við Maribor á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner