Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 29. júlí 2017 16:36
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir G: Var farinn að undirbúa framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var frábært og flott hjá Lenny (Steven Lennon) að ná að klára þetta á síðustu metrunum. Þetta var erfiður leikur. Leiknismennirnir voru gríðarlega vel skipulagðir og spiluðu sterkan varnarleik og beittu góðum skyndisóknum og okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur" sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur á Leikni R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins og var honum augljóslega létt eftir að hafa séð Steven Lennon skora flautumark eða því sem næst á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Leiknir R.

„Bjarki og Skúli í hafsentunum ásamt Eyjólfi í markinu voru hrikalega öflugir. Ef þeir spila svona áfram að þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þvi að þeir eigi ekki eftir að standa sig"

Þessi leikur hlýtur að hafa tekið mikla orku þar sem þið voruð í hápressu næstum því allan leikinn.

„Jú en á móti kemur er fínt að sleppa við framlengingu. Ég var farinn að undirbúa það að við þyrftum að fara í framlengingu.

Við þurfum að dreifa álaginu. Það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu og þetta var stuttur tími og þá þurfum við að nýta þá leikmenn sem við höfum og þeir stóðu sig fínt í dag"


Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var á bekknum. Var Heimir tilbúinn til að láta hann spila ef þess hefði þurft?

„Ég hefði örugglega sett hann inn á í framlengingunni. Hann er ekki í neinum vandræðum með að koma honum fyrir" sagði Heimir glottandi.

Nánar er rætt við Heimi í sjónavarpinu hér að ofan og meðal annars rætt um komandi evrópuleik við Maribor á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner