Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 29. júlí 2017 16:36
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir G: Var farinn að undirbúa framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var frábært og flott hjá Lenny (Steven Lennon) að ná að klára þetta á síðustu metrunum. Þetta var erfiður leikur. Leiknismennirnir voru gríðarlega vel skipulagðir og spiluðu sterkan varnarleik og beittu góðum skyndisóknum og okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur" sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur á Leikni R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins og var honum augljóslega létt eftir að hafa séð Steven Lennon skora flautumark eða því sem næst á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Leiknir R.

„Bjarki og Skúli í hafsentunum ásamt Eyjólfi í markinu voru hrikalega öflugir. Ef þeir spila svona áfram að þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þvi að þeir eigi ekki eftir að standa sig"

Þessi leikur hlýtur að hafa tekið mikla orku þar sem þið voruð í hápressu næstum því allan leikinn.

„Jú en á móti kemur er fínt að sleppa við framlengingu. Ég var farinn að undirbúa það að við þyrftum að fara í framlengingu.

Við þurfum að dreifa álaginu. Það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu og þetta var stuttur tími og þá þurfum við að nýta þá leikmenn sem við höfum og þeir stóðu sig fínt í dag"


Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var á bekknum. Var Heimir tilbúinn til að láta hann spila ef þess hefði þurft?

„Ég hefði örugglega sett hann inn á í framlengingunni. Hann er ekki í neinum vandræðum með að koma honum fyrir" sagði Heimir glottandi.

Nánar er rætt við Heimi í sjónavarpinu hér að ofan og meðal annars rætt um komandi evrópuleik við Maribor á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner