Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
   lau 29. júlí 2017 16:36
Matthías Freyr Matthíasson
Heimir G: Var farinn að undirbúa framlengingu
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Það var frábært og flott hjá Lenny (Steven Lennon) að ná að klára þetta á síðustu metrunum. Þetta var erfiður leikur. Leiknismennirnir voru gríðarlega vel skipulagðir og spiluðu sterkan varnarleik og beittu góðum skyndisóknum og okkur gekk erfiðlega að brjóta þá á bak aftur" sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir sigur á Leikni R. í undanúrslitum Borgunarbikarsins og var honum augljóslega létt eftir að hafa séð Steven Lennon skora flautumark eða því sem næst á 93 mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Leiknir R.

„Bjarki og Skúli í hafsentunum ásamt Eyjólfi í markinu voru hrikalega öflugir. Ef þeir spila svona áfram að þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þvi að þeir eigi ekki eftir að standa sig"

Þessi leikur hlýtur að hafa tekið mikla orku þar sem þið voruð í hápressu næstum því allan leikinn.

„Jú en á móti kemur er fínt að sleppa við framlengingu. Ég var farinn að undirbúa það að við þyrftum að fara í framlengingu.

Við þurfum að dreifa álaginu. Það var erfitt ferðalag til baka frá Slóveníu og þetta var stuttur tími og þá þurfum við að nýta þá leikmenn sem við höfum og þeir stóðu sig fínt í dag"


Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var á bekknum. Var Heimir tilbúinn til að láta hann spila ef þess hefði þurft?

„Ég hefði örugglega sett hann inn á í framlengingunni. Hann er ekki í neinum vandræðum með að koma honum fyrir" sagði Heimir glottandi.

Nánar er rætt við Heimi í sjónavarpinu hér að ofan og meðal annars rætt um komandi evrópuleik við Maribor á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner