Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   þri 10. september 2019 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elbasan, Albanía
Hamren: Held við förum áfram ef við vinnum þrjá af fjórum
Icelandair
Erik Hamren á hliðarlínunni í Albaníu í kvöld.
Erik Hamren á hliðarlínunni í Albaníu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrri hálfleikur var ekki góður og ég var mjög vonsvikinn með hann. Við unnum ekki saman sem lið. Við vorum að hlaupa mikið en bara hver fyrir sig. Fyrri hálfleikur var vondur," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, við fjölmiðla eftir 4-2 tap gegn Albaníu í kvöld.

Lestu um leikinn: Albanía 4 -  2 Ísland

„Við vorum þéttari í síðari hálfleik, pressuðum saman og jöfnuðum 2-2. Á þeim kafla vorum við góðir. Við hefðum getað skorað fleiri mörk en þeir skoruðu 3-2 og við vorum smá óheppnir þar því boltinn fór í Kára. Eftir það opnaðist leikurinn og þeir fengu stór svæði."

Hamren var spurður út í þá ákvörðun að breyta í 4-5-1 í dag eftir að hafa spilað 4-4-2 gegn Moldóvum á laugardag.

„Við þurfum að meta við hvaða lið við erum að spila. Við vorum að spila á útivelli gegn liði sem er gott í að halda bolta. Við höfum oft spilað svona taktík áður. Þegar við mættum Moldóvu heima var þetta allt öðruvísi leikur."

Ísland er núna þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum þegar fjórar umferðir eru eftir. Tvö efstu liðin fara áfram á EM.

„Við þurfum að vinna marga leiki en kannski ekki fjóra. Það veltur auðvitað á öðrum úrslitum. Ef við vinnum þrjá af fjórum þá held ég að við förum áfram. Við erum ennþá emð þetta í okkar höndum. Við vildum þrjú stig hér en fengum þau ekki. Þetta er ekki gaman í dag en við eigum tvö verkefni eftir."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner