
Fram og Grindavík áttust við á Framvelli í Lengjudeild karla í kvöld.
Leikurinn endaði í 2-2 jafntefli en Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, kom í viðtal eftir leik. Þetta hafði hann að segja um frammistöðu síns liðs:
„Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við vorum mjög góðir í dag. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik, við vorum með alveg aragrúa af sénsum og hálf sénsum, erum náttúrulega að spila við langefsta liðið í þessari deild og við berum virðingu fyrir því."
Leikurinn endaði í 2-2 jafntefli en Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, kom í viðtal eftir leik. Þetta hafði hann að segja um frammistöðu síns liðs:
„Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við vorum mjög góðir í dag. Mér fannst við miklu betri í fyrri hálfleik, við vorum með alveg aragrúa af sénsum og hálf sénsum, erum náttúrulega að spila við langefsta liðið í þessari deild og við berum virðingu fyrir því."
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Grindavík
Bæði mörkin sem þið skorið eru alveg keimlík, er þetta af æfingasvæðinu?
„Já já þetta er algjörlega af æfingasvæðinu, þetta er bara tekið fyrir mörgum sinnum í viku, tökum akkúrat þessa færslu fyrir og bara frábært."
Hörkubarátta á toppnum, er Grindavík á leiðinni upp?
„Mótið er ekki hálfnað sko. Við erum bara nokkuð ánægðir, við erum bara í hörkubaráttu við þessi lið sem eru í kringum okkur og ég meina Vestmannaeyingarnir þeir bara eins og allir vita sko eiga náttúrulega að fara upp. Bara fyrir mótið var það þannig og þeir eru bara að sýna úr hverju þeir eru gerðir, þeir eru frábærir. Framararnir náttúrulega nokkuð séð komnir upp þannig að ég meina Kórdrengir, Fjölnir, Þór, Vestri ég meina þetta er bara gríðarlega öflugt lið Aftureldingar þannig þetta er bara einn sigur, ein umferð þá breytist allt saman þannig við sjáum til í lokinn."
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en þar ræðir Sigurbjörn meira um leikinn og hvort þeir ætla að gera eitthvað á markaðnum.
Athugasemdir