Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
banner
   lau 03. júní 2023 15:50
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Þurfum að læra að vinna leiki
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er bara hrikalega svekktur. Þetta eru mikil vonbrigði en á móti er ég mjög ánægður með stelpurnar. Frammistaðan var að mér fannst bara mjög góð. Síðan fáum við bara tvö skítamörk á okkur. Við skorum síðan mark en dómarinn vildi ekki meina að boltinn hafi verið inni. Það var bara fyrst og fremst vonbrigði að tapa þessum leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt tap gegn Víkingum í dag. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Víkingur R.

Hvernig útskýrði dómarinn fyrir þér þessu marki sem hann gaf ykkur en tók síðan af ykkur stuttu seinna?

„Ég veit það ekki. Hann breytti dómnum örugglega eftir einhverjar samræður við aðstoðardómarann. Sennilega var það bara brot en ég get ekki sagt meira en það.“

Fyrir utan markið sem þið fáið á ykkur alveg í restina, ertu þá samt ekki bara ánægður með frammistöðuna?

„Jú virkilega. Eins og ég sagði áðan fannst mér frammistaðan mjög góð. Við áttum marga mjög góða spilakafla og vorum að keppa á móti hörkuliði. Þetta var bara spurning um hvoru meginn þetta myndi detta og þetta datt þeirra megin í dag. Við þurfum bara að læra að vinna leiki.“

Þið eruð með sjö stig eftir fimm leiki, hvernig finnst þér þetta hafa farið af stað?

„Já margt bara mjög gott en það er líka margt sem við getum gert betur. Vissulega hefðum við viljað vera með fleiri stig en báðir tapleikirnir hafa komið á móti liðum sem er spáð í efstu sætunum. Við gáfum þeim hörkuleik og lukkudísarnar voru bara á þeirra bandi í dag.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir