Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi Jónas: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
   lau 03. júní 2023 15:50
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Þurfum að læra að vinna leiki
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er bara hrikalega svekktur. Þetta eru mikil vonbrigði en á móti er ég mjög ánægður með stelpurnar. Frammistaðan var að mér fannst bara mjög góð. Síðan fáum við bara tvö skítamörk á okkur. Við skorum síðan mark en dómarinn vildi ekki meina að boltinn hafi verið inni. Það var bara fyrst og fremst vonbrigði að tapa þessum leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt tap gegn Víkingum í dag. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Víkingur R.

Hvernig útskýrði dómarinn fyrir þér þessu marki sem hann gaf ykkur en tók síðan af ykkur stuttu seinna?

„Ég veit það ekki. Hann breytti dómnum örugglega eftir einhverjar samræður við aðstoðardómarann. Sennilega var það bara brot en ég get ekki sagt meira en það.“

Fyrir utan markið sem þið fáið á ykkur alveg í restina, ertu þá samt ekki bara ánægður með frammistöðuna?

„Jú virkilega. Eins og ég sagði áðan fannst mér frammistaðan mjög góð. Við áttum marga mjög góða spilakafla og vorum að keppa á móti hörkuliði. Þetta var bara spurning um hvoru meginn þetta myndi detta og þetta datt þeirra megin í dag. Við þurfum bara að læra að vinna leiki.“

Þið eruð með sjö stig eftir fimm leiki, hvernig finnst þér þetta hafa farið af stað?

„Já margt bara mjög gott en það er líka margt sem við getum gert betur. Vissulega hefðum við viljað vera með fleiri stig en báðir tapleikirnir hafa komið á móti liðum sem er spáð í efstu sætunum. Við gáfum þeim hörkuleik og lukkudísarnar voru bara á þeirra bandi í dag.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner