Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 03. júní 2023 15:50
Sölvi Haraldsson
Gunnar: Þurfum að læra að vinna leiki
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Ég er bara hrikalega svekktur. Þetta eru mikil vonbrigði en á móti er ég mjög ánægður með stelpurnar. Frammistaðan var að mér fannst bara mjög góð. Síðan fáum við bara tvö skítamörk á okkur. Við skorum síðan mark en dómarinn vildi ekki meina að boltinn hafi verið inni. Það var bara fyrst og fremst vonbrigði að tapa þessum leik.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir grátlegt tap gegn Víkingum í dag. 


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Víkingur R.

Hvernig útskýrði dómarinn fyrir þér þessu marki sem hann gaf ykkur en tók síðan af ykkur stuttu seinna?

„Ég veit það ekki. Hann breytti dómnum örugglega eftir einhverjar samræður við aðstoðardómarann. Sennilega var það bara brot en ég get ekki sagt meira en það.“

Fyrir utan markið sem þið fáið á ykkur alveg í restina, ertu þá samt ekki bara ánægður með frammistöðuna?

„Jú virkilega. Eins og ég sagði áðan fannst mér frammistaðan mjög góð. Við áttum marga mjög góða spilakafla og vorum að keppa á móti hörkuliði. Þetta var bara spurning um hvoru meginn þetta myndi detta og þetta datt þeirra megin í dag. Við þurfum bara að læra að vinna leiki.“

Þið eruð með sjö stig eftir fimm leiki, hvernig finnst þér þetta hafa farið af stað?

„Já margt bara mjög gott en það er líka margt sem við getum gert betur. Vissulega hefðum við viljað vera með fleiri stig en báðir tapleikirnir hafa komið á móti liðum sem er spáð í efstu sætunum. Við gáfum þeim hörkuleik og lukkudísarnar voru bara á þeirra bandi í dag.“

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir