Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 05. júní 2020 22:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kári Ársæls: Standið aldrei verið verra - Stoltur af liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara pirraður aldrei gaman að tapa. Það hefði verið fínt að ná kannski þremur æfingum fyrir þennan leik en ekki tveimur. Njarðvík bara góðir í dag, skemmtilegt lið ," sagði Kári Ársælsson, fyrirliði Smára, eftir 0-4 tap gegn Njarðvík í Mjókurbikarnum í kvöld.

Viðtalið í heild sinni má sjá og hlusta á spilaranum hér fyrir ofan.

„Við fengum eitt fínt færi í stöðunni 0-1 og þá átti hann nafni minn frábæra tæklingu þegar Hjörvar var sloppinn í gegn. Fitnessið er svo ekki betra en þetta eins og kannski sést. Ég er samt stoltur af liðinu mínu, ungir strákar að spila sinn fyrsta leik, Benni, Garðar og Axel mjög skemmtilegir strákar. Fyrirfram áttum við kannski 10% séns í þessum leik en mér fannst þetta gaman."

„Nei, nei nei, alls ekki sáttur með standið. Það hefur aldrei verið verra. Ég spilaði með tak í bakinu síðustu 25 og ég er bara stoltur að hafa klárað 90, orðum það þannig,"
sagði Kári aðspurður með standið á sjálfum sér og líðan eftir leik. Kári var á miðjunni í leiknum, mun hann spila þar í sumar?

„Það leit út fyrir að ég væri frjáls af því ég var ekki að halda stöðu nægilega vel, var bara þreyttur. Það er bara að spila sig í stand, þýðir ekki að vera svona í sumar."

„Ég veit það ekki ennþá, við höfum ekkert sest niður og rætt markmiðin. Ég held að markmiðið sé að hafa eina góða æfingu, þar sem flestir mæta, hafa svolítið gaman og gott klefachill."

Athugasemdir
banner
banner