Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 05. júní 2021 16:39
Helga Katrín Jónsdóttir
Gunnar Magnús: Það var hrein unun að horfa á þær í dag
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nýliðarnir í Keflavík unnu frábæran 1-3 sigur á Íslandsmeisturum Blika í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Gunnar Magnús, þjálfari Keflavíkur, var að vonum ánægður með fyrsta sigur liðsins í deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Keflavík

„Tilfinningin er eðlilega geggjuð að leggja Íslandsmeistarana af velli og stelpurnar voru geggjaðar í leiknum. Frábært vinnuframlag og dugnaður, þær fylgdu skipulagi. Það var hrein unun að horfa á þær í dag, þær áttu þetta skilið."

„Við lögðum upp með að spila þétt til baka en koma hátt á þær á ákveðnum mómentum. Svo erum við með eina baneitraða frammi, Aerial, sem olli miklum vandræðum hjá varnarmönnum Blika og gerir tvö mörk."

„Við erum nýliðar í deildinni og náum loksins í sigur. Heppnin hefur ekki verið á okkar bandi og óheppnin ellt okkur en eins og ég sagði við stelpurnar þá vinna íþróttamenn fyrir heppninni sinni."

Þetta var fyrsti sigur Keflavíkur í deildinni í sumar en nú er landsleikjahlé framundan, væri ekki gott að fá leik strax eftir þennan sigur?

„Jú auðvitað væri gott að nýta þetta og fá leik strax. En við tökum því bara og æfum vel í fríinu. Það hefur lítill tími gefist til að æfa. En þær eru líka fegnar að fá smá frí, það hefur verið mikil keyrsla og margar orðnar laskaðar þarna inná en þær létu það ekki á sig fá."

Athugasemdir